Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið Dagbjört Jónsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun