Þráhyggjulok Birgir Guðjónsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Jóhann Hjartarson og Kristín Björk tengdadóttir Kára Stefánssonar senda mér kveðjur í Fréttablaðinu 29. og 30. mars. Í þeim er urmull af staðreyndavillum sem verður að leiðrétta. Bann við misnotkun lyfja er upphaflega tilkomið vegna hættu fyrir íþróttamennina en misnotkunin er ekki síður talin svik og siðleysi. Fundur lyfs í þvagsýni íþróttamanns án fyrri undanþágu er alltaf lyfjabrot eða með öðrum orðum dóping hvort sem lyfið hefur verið tekið af ásetningi eða vangá. Sama hver einstaklingurinn er, lyfið, félagið eða tengdar persónur. Refsing fyrir ásetning er keppnisbann í 2 ár skv. alþjóðareglum, en allt að einu ári fyrir vangá þótt hún sé trúanleg. Minna má á að norska afreksskíðakonan fékk 13 mánaða keppnisbann fyrir að taka varaþurrkslyf af vangá! Jóhann fullyrti í fyrri grein að málfærsla hefði verið DeCode algerlega óviðkomandi. Nafn DeCode er hins vegar efst á þrettán (13) skjölum sem hann lagði fram. Meðal þeirra er skjal frá lækni um lyfjapróf Kristínar, þar sem segir „Spirometria var eðlileg“ og „Áreynslupróf er því algerlega eðlilegt.“ Þetta ætti að leiðrétta tvær meginstaðreyndavillur þeirra! Kristín hafði vissulega leitað læknis vegna öndunarerfiðleika en framlögð gögn eftir á hefðu ekki nægt til undanþágu samkvæmt skilgreindum alþjóðareglum. Jákvætt sýni eftir skriflega yfirlýsingu um engin lyf kom því mjög á óvart. Til þess að forðast líkleg Ragnarök, sem ég skynjaði í kortunum, vildi ég fyrir alla muni leysa þetta sem mögulega vangá með stuttu keppnisbanni. Til þess taldi ég mig þurfa stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA. Eftir bréfaskriftir, símbréf, tölvupóst, símtöl, ítarlegar skýringar og leiðréttingar, gat ég lagt fram undirrituð símbréf frá þeim og stuðning við að krefjast aðeins þriggja mánaða keppnisbanns, fremur en tveggja ára sem var mögulegt. Ég var þarna raunverulega í hlutverki verjandans. Þessari viðleitni var samt mætt með hroka og fyrirlitningu eins og fram kemur í fyrri grein Jóhanns og krafist sýknunar sem fékkst eins og engin lyf hefðu verið tekin. Ég taldi þetta óeðlilegt eða hreint út sagt svindl. Ég vildi áfrýja til efra dómstigs þar sem hefði mátt hnekkja svindlákæru minni en aðilar gert sé grein fyrir að líklega hefði hún verið staðfest og komu í veg fyrir frekari dómsmeðferð. Ásökun mín um ósvífið siðlaust svindl stendur því. Mál þetta varð til þess að endi var bundinn á tíu ára náið samstarf og stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar við námskeiðahald um íþróttalæknisfræði þar sem fjallað var um forvarnir og umönnun íþróttamanna. Endi var bundinn á marktæka lyfjafræðslu og eftirlit a.m.k undir forystu tveggja fyrrverandi forseta. Er þetta ofurkapp að hindra „réttvísina“ og þriggja mánaða keppnisbann með ítarlegri hnikun staðreynda dæmigert fyrir fyrirtæki sem telur sig einstakt í heiminum í vísindum, þar sem áreiðanleiki, heiðarleiki og siðfræði ættu að vera í fyrirrúmi? Fyrirtækið boðar sífellt lausnir á næsta leiti en fáar sjást og krefst þess nú að taka að sér lífsýnarannsóknir sem eiga að skera úr um sekt eða sýknu manna. Kjarni þessa máls er að vísindafyrirtækjum á að vera hægt að treysta og sömu reglur eiga að gilda um alla í þessu spillta þjóðfélagi en gera því miður ekki. Ég mun ekki hirða um að leiðrétta fleiri staðreyndavillur þeirra þó nóg sé eftir né svara þeim óhróðri sem á mig verður borinn. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og var viðriðinn fræðslu og eftirlit um lyfjamisnotkun innanlands og á alþjóðavettvangi um tveggja áratuga skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jóhann Hjartarson og Kristín Björk tengdadóttir Kára Stefánssonar senda mér kveðjur í Fréttablaðinu 29. og 30. mars. Í þeim er urmull af staðreyndavillum sem verður að leiðrétta. Bann við misnotkun lyfja er upphaflega tilkomið vegna hættu fyrir íþróttamennina en misnotkunin er ekki síður talin svik og siðleysi. Fundur lyfs í þvagsýni íþróttamanns án fyrri undanþágu er alltaf lyfjabrot eða með öðrum orðum dóping hvort sem lyfið hefur verið tekið af ásetningi eða vangá. Sama hver einstaklingurinn er, lyfið, félagið eða tengdar persónur. Refsing fyrir ásetning er keppnisbann í 2 ár skv. alþjóðareglum, en allt að einu ári fyrir vangá þótt hún sé trúanleg. Minna má á að norska afreksskíðakonan fékk 13 mánaða keppnisbann fyrir að taka varaþurrkslyf af vangá! Jóhann fullyrti í fyrri grein að málfærsla hefði verið DeCode algerlega óviðkomandi. Nafn DeCode er hins vegar efst á þrettán (13) skjölum sem hann lagði fram. Meðal þeirra er skjal frá lækni um lyfjapróf Kristínar, þar sem segir „Spirometria var eðlileg“ og „Áreynslupróf er því algerlega eðlilegt.“ Þetta ætti að leiðrétta tvær meginstaðreyndavillur þeirra! Kristín hafði vissulega leitað læknis vegna öndunarerfiðleika en framlögð gögn eftir á hefðu ekki nægt til undanþágu samkvæmt skilgreindum alþjóðareglum. Jákvætt sýni eftir skriflega yfirlýsingu um engin lyf kom því mjög á óvart. Til þess að forðast líkleg Ragnarök, sem ég skynjaði í kortunum, vildi ég fyrir alla muni leysa þetta sem mögulega vangá með stuttu keppnisbanni. Til þess taldi ég mig þurfa stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA. Eftir bréfaskriftir, símbréf, tölvupóst, símtöl, ítarlegar skýringar og leiðréttingar, gat ég lagt fram undirrituð símbréf frá þeim og stuðning við að krefjast aðeins þriggja mánaða keppnisbanns, fremur en tveggja ára sem var mögulegt. Ég var þarna raunverulega í hlutverki verjandans. Þessari viðleitni var samt mætt með hroka og fyrirlitningu eins og fram kemur í fyrri grein Jóhanns og krafist sýknunar sem fékkst eins og engin lyf hefðu verið tekin. Ég taldi þetta óeðlilegt eða hreint út sagt svindl. Ég vildi áfrýja til efra dómstigs þar sem hefði mátt hnekkja svindlákæru minni en aðilar gert sé grein fyrir að líklega hefði hún verið staðfest og komu í veg fyrir frekari dómsmeðferð. Ásökun mín um ósvífið siðlaust svindl stendur því. Mál þetta varð til þess að endi var bundinn á tíu ára náið samstarf og stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar við námskeiðahald um íþróttalæknisfræði þar sem fjallað var um forvarnir og umönnun íþróttamanna. Endi var bundinn á marktæka lyfjafræðslu og eftirlit a.m.k undir forystu tveggja fyrrverandi forseta. Er þetta ofurkapp að hindra „réttvísina“ og þriggja mánaða keppnisbann með ítarlegri hnikun staðreynda dæmigert fyrir fyrirtæki sem telur sig einstakt í heiminum í vísindum, þar sem áreiðanleiki, heiðarleiki og siðfræði ættu að vera í fyrirrúmi? Fyrirtækið boðar sífellt lausnir á næsta leiti en fáar sjást og krefst þess nú að taka að sér lífsýnarannsóknir sem eiga að skera úr um sekt eða sýknu manna. Kjarni þessa máls er að vísindafyrirtækjum á að vera hægt að treysta og sömu reglur eiga að gilda um alla í þessu spillta þjóðfélagi en gera því miður ekki. Ég mun ekki hirða um að leiðrétta fleiri staðreyndavillur þeirra þó nóg sé eftir né svara þeim óhróðri sem á mig verður borinn. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og var viðriðinn fræðslu og eftirlit um lyfjamisnotkun innanlands og á alþjóðavettvangi um tveggja áratuga skeið.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar