Opið bréf til stjórnar Strætó Hólmfríður Halldórsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Góðan dag. Mig langar að kvarta undan þjónustu ykkar fyrir fatlaða. Ég held utan um reiðnámskeið fyrir fatlaða í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Við erum með námskeið alla daga nema sunnudaga og fáum því nemendur alla daga sem nota ykkar þjónustu. En tímasetningarnar ykkar eru algjör hörmung! Tímarnir okkar eru í klst. eða frá 14.45 til 15.45. Þið eruð að koma með nemendur allt frá 14.15 til 14.30. Flesta sækið þið milli 14.45 og 16. En þegar þið komið trekk í trekk og sækið kl. 16.30 er það ólíðandi! Það er nær alltaf sami nemandinn sem lendir í þessu, hann er fjölfatlaður í hjólastól og þarf að bíða í kuldanum og mikilli óvissu um hvort og hvenær hann verður sóttur. Eins hefur hann lent í því að þið komuð svo snemma, kl. 14.00, að við vorum ekki mætt og þið fóruð með hann heim aftur. Þetta er ekki vegna þess að bílarnir eru pantaðir svo snemma eða seint. Þessir einstaklingar sem eru að koma eru kannski búnir að bíða í viku eftir að komast á hestbak og hlakka mikið til. Þeir eru síðan keyrðir heim vegna þess að þið komið alltof snemma. Okkar starfsemi byggist á sjálfboðavinnu og höfum við ekki alltaf getu til að bíða eftir bílunum eða til að koma löngu fyrir tímann, við erum jú líka manneskjur sem höfum ýmislegt annað að gera en að bíða eftir ykkur. Eins er alveg kostulegt þegar þið eruð að senda þrjá bíla og allir eiga að keyra á sömu endastöð þegar nóg er að senda einn bíl. Eða þegar bílstjórinn var sendur af stað og látinn sækja nemanda í hjólastól, í allt of litlum bíl og nemandinn komst ekki inn í bílinn. Nei, honum hafði verið sagt frá þjónustuverinu að viðkomandi væri í samanbrjótanlegum stól og gæti setið í bílsæti. Það var jú rétt en það gleymdist að nemandinn komst ekki í bílinn nema keyrður inn í hjólastólnum! Ég held að þið verðið að endurskoða ykkar verklagsreglur og vinnubrögð. Bílstjórarnir eru margir að gefast upp, því auðvitað eru þeir skammaðir þegar þeir loksins mæta. En það er endalaust bætt á þá ferðum, þeir eiga kannski að vera 5 mín. úr Klettaskóla upp í Mosfellsbæ á háannatíma í umferðinni. Þó það sé gott á blaði er það ekki þannig í raun. Takið tillit til þeirra sem verið er að þjónusta. Sýnið þeim virðingu og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Góðan dag. Mig langar að kvarta undan þjónustu ykkar fyrir fatlaða. Ég held utan um reiðnámskeið fyrir fatlaða í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Við erum með námskeið alla daga nema sunnudaga og fáum því nemendur alla daga sem nota ykkar þjónustu. En tímasetningarnar ykkar eru algjör hörmung! Tímarnir okkar eru í klst. eða frá 14.45 til 15.45. Þið eruð að koma með nemendur allt frá 14.15 til 14.30. Flesta sækið þið milli 14.45 og 16. En þegar þið komið trekk í trekk og sækið kl. 16.30 er það ólíðandi! Það er nær alltaf sami nemandinn sem lendir í þessu, hann er fjölfatlaður í hjólastól og þarf að bíða í kuldanum og mikilli óvissu um hvort og hvenær hann verður sóttur. Eins hefur hann lent í því að þið komuð svo snemma, kl. 14.00, að við vorum ekki mætt og þið fóruð með hann heim aftur. Þetta er ekki vegna þess að bílarnir eru pantaðir svo snemma eða seint. Þessir einstaklingar sem eru að koma eru kannski búnir að bíða í viku eftir að komast á hestbak og hlakka mikið til. Þeir eru síðan keyrðir heim vegna þess að þið komið alltof snemma. Okkar starfsemi byggist á sjálfboðavinnu og höfum við ekki alltaf getu til að bíða eftir bílunum eða til að koma löngu fyrir tímann, við erum jú líka manneskjur sem höfum ýmislegt annað að gera en að bíða eftir ykkur. Eins er alveg kostulegt þegar þið eruð að senda þrjá bíla og allir eiga að keyra á sömu endastöð þegar nóg er að senda einn bíl. Eða þegar bílstjórinn var sendur af stað og látinn sækja nemanda í hjólastól, í allt of litlum bíl og nemandinn komst ekki inn í bílinn. Nei, honum hafði verið sagt frá þjónustuverinu að viðkomandi væri í samanbrjótanlegum stól og gæti setið í bílsæti. Það var jú rétt en það gleymdist að nemandinn komst ekki í bílinn nema keyrður inn í hjólastólnum! Ég held að þið verðið að endurskoða ykkar verklagsreglur og vinnubrögð. Bílstjórarnir eru margir að gefast upp, því auðvitað eru þeir skammaðir þegar þeir loksins mæta. En það er endalaust bætt á þá ferðum, þeir eiga kannski að vera 5 mín. úr Klettaskóla upp í Mosfellsbæ á háannatíma í umferðinni. Þó það sé gott á blaði er það ekki þannig í raun. Takið tillit til þeirra sem verið er að þjónusta. Sýnið þeim virðingu og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar