Einkavæðing í kyrrþey Björn Leví Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 15:22 Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun