Handbolti

Svíar í góðum málum eftir sigur á Rússum

Mattias Zachrisson var markahæstur hjá Svíum með sjö mörk.
Mattias Zachrisson var markahæstur hjá Svíum með sjö mörk. vísir/epa
Lærisveinar Krisjáns Andréssonar í sænska landsliðinu í handknattleik eru í góðum málum eftir fjögurra marka sigur á Rússum í undankeppni EM, 25-21.

Liðin mættust í Rússlandi á miðvikudaginn. Þar fóru Svíar sömuleiðis með sigur af hólmi, 29-21, en Svíar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Mattias Zachrisson var markahæstur hjá Svíum með 7 mörk en næstur honum kom Niclas Ekberg með 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×