Ætla sér að berjast um titlana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2017 06:00 Bjarki Már mun spila með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/ernir „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn