Valdeflandi stuðningur fyrir konur á Gaza Magnea Marínósdóttir skrifar 9. maí 2017 13:36 Mariam vinnur fyrir kvennasamtökin Aisha sem beita sér fyrir mannréttindavernd kvenna og stúlkna. Ég hitti hana fyrst rétt eftir loftárásirnar á Gaza 2014. Þær loftárásir voru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið og manntjónið enn meira en í árásunum 2008-2009 og 2012. Ég undraði mig á jákvæðni og bjartsýni Mariams enda þurfti hún margoft að flýja heimili sitt sumarið 2014. Hún býr í Shejaiya-hverfinu sem varð fyrir hörðustu árásunum og fjöldi heimila þar var lagður í rúst. Ég spurði hana hvernig hún færi að því að halda í glaðværðina og jákvæðnina. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég komst lífs af og hef ekkert annað val en að vera bjartsýn og glöð. Þannig sýni ég þakklæti mitt fyrir að vera lifandi.“ Svar hennar lýsir vel nálgun kvennasamtakanna Aisha sem merkir Lifandi. Í fyrsta sinn sem ég kom á skrifstofu samtakanna blasti við íslenski fáninn! Hann var gjöf frá Félaginu Ísland-Palestína sem hefur stutt starf samtakanna frá árinu 2010. Mariam og Reem Fraina veita samtökunum forstöðu og eru mjög þakklátar fyrir þann stuðning sem þær fá frá Íslandi. Hann er nýttur til að aðstoða konurnar sem til þeirra leita eða er vísað til þeirra. Flestar búa við erfiðar heimilis- eða fjölskylduaðstæður vegna ofbeldis eða fátæktar. Meira en 80% íbúa Gaza eru háðir mannúðaraðstoð frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum hjálparsamtökum svo af nógu er að taka. Aðstoðin sem Aisha veitir felst í að veita félagslegan stuðning, lagalega ráðgjöf til þeirra sem leita réttar síns og síðast en ekki síst möguleika á að læra og tileinka sér eitthvað nytsamlegt til að aflað eigin tekna. Konurnar geta lært iðn og að gera einfaldar viðskiptaáætlanir, markaðssetningu og fleira sem skiptir máli í rekstri. Með tónleikunum Konur á Gaza er sérstaklega verið að safna fyrir síðastnefnda þættinum.Amma heldur á lítilli stúlku sem fæddist daginn sem loftárásirnar hófust 2014. Þessar konur misstu hús sín og land í þeim loftárárásum en þær ásamt eiginmönnum og börnum hefðu verið með geitur og býflugur og framleiddu mjólk, osta og hunang. Fyrir utan að hafa misst heimili sitt höfðu þær misst allt sitt lífsviðurværi.Starfskonur Aisha eru líka meðvitaðar um mikilvægi sambandsins á milli líkama og sálar enda koma áhrif áfalla oftar en ekki fram í líkamlegum einkennum eins og svefnleysi, kvíða og þunglyndi. Þá skiptir engu hvort áfallið er að missa heimili sitt eða ástvini í loftárás eða vegna kynbundins ofbeldis. Konurnar í Aisha veita stöllum sínum margskonar sálrænan stuðning og kynna þær fyrir jóga, djúpöndun og fleiru sem tengir saman líkama og sál. Aisha samtökin eru líka málsvarar kvenréttinda á opinberum vettvangi og beita sér gegn kynbundu ofbeldi sem tala má um sem faraldur með rætur í menningu feðraveldisins. Það endurspeglast meðal annars í lagasetningu og viðhorfum löggæslu og dómskerfisins. Aisha hefur fengið karlmenn til liðs við sig í baráttunni auk þess að eiga samvinnu við önnur kvenréttindasamtök á Gaza og Vesturbakkanum. Það er á brattann að sækja ekki síst vegna hernámsins sem gerir það að verkum að kvenréttinda- og jafnréttismál eru ekki talin vera forgangsmál stjórnmálanna. Konurnar sem leita eða er vísað til Aisha eru margar brotnar á sál og líkama. Eftir að komast að hjá Aisha, sem annar ekki eftirspurn, er hægt að fullyrða að þær séu síður á flæðiskeri staddar enda er öllum konum og stúlkum mætt með umhyggjusemi, hlýju og glaðværð sem reyndar liggur í loftinu. Aisha leggur mikla áherslu á að bjóða konum ekki ölmusu heldur miðar aðstoðin að því að efla konurnar og gera þeim kleift að takast betur á við sinn veruleika og að leita réttar síns. Aisha er eins og örugg höfn þar sem konur geta byggt sig upp áður en þær sigla út aftur betur búnar en áður að takast á við lífsins ólgusjó.Konur í Aisha læra iðn, handverk og hvernig eigi að standa að eigin rekstri svo þær geti framfleytt sér og börnum sínum án eiginmanna.Það sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart er seiglan sem býr í fólkinu á Gaza. Það er þó ekki endalaust hægt að komast áfram á seiglunni og því er stuðningur við samtök eins og Aisha lífæð enda reiða samtökin sig eingöngu á utanaðkomandi stuðning. Aisha merkir Lifandi. Það sem samtökin þurfa er stuðningur til að halda þeim lifandi sem þangað leita og þjónar sama tilgangi og vatn og súrefni. Án vatns grær ekkert og án súrefnis deyr eldurinn. Magnea Marínósdóttir í Jerúsalem vinnur fyrir sænsku kvenna- og friðarsamtökin Kvinna till Kvinna. Hún er ein fárra sem hefur stöðu sinnar vegna heimild til að ferðast inn á Gaza og hefur margoft heimsótt kvennasamtökin Aisha síðustu ár. Allur aðgangseyrir tónleikanna Konur á Gaza sem haldnir eru í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20 renna til þeirra samtaka. Miða á fjáröflunartónleikanna má fá hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mariam vinnur fyrir kvennasamtökin Aisha sem beita sér fyrir mannréttindavernd kvenna og stúlkna. Ég hitti hana fyrst rétt eftir loftárásirnar á Gaza 2014. Þær loftárásir voru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið og manntjónið enn meira en í árásunum 2008-2009 og 2012. Ég undraði mig á jákvæðni og bjartsýni Mariams enda þurfti hún margoft að flýja heimili sitt sumarið 2014. Hún býr í Shejaiya-hverfinu sem varð fyrir hörðustu árásunum og fjöldi heimila þar var lagður í rúst. Ég spurði hana hvernig hún færi að því að halda í glaðværðina og jákvæðnina. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég komst lífs af og hef ekkert annað val en að vera bjartsýn og glöð. Þannig sýni ég þakklæti mitt fyrir að vera lifandi.“ Svar hennar lýsir vel nálgun kvennasamtakanna Aisha sem merkir Lifandi. Í fyrsta sinn sem ég kom á skrifstofu samtakanna blasti við íslenski fáninn! Hann var gjöf frá Félaginu Ísland-Palestína sem hefur stutt starf samtakanna frá árinu 2010. Mariam og Reem Fraina veita samtökunum forstöðu og eru mjög þakklátar fyrir þann stuðning sem þær fá frá Íslandi. Hann er nýttur til að aðstoða konurnar sem til þeirra leita eða er vísað til þeirra. Flestar búa við erfiðar heimilis- eða fjölskylduaðstæður vegna ofbeldis eða fátæktar. Meira en 80% íbúa Gaza eru háðir mannúðaraðstoð frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum hjálparsamtökum svo af nógu er að taka. Aðstoðin sem Aisha veitir felst í að veita félagslegan stuðning, lagalega ráðgjöf til þeirra sem leita réttar síns og síðast en ekki síst möguleika á að læra og tileinka sér eitthvað nytsamlegt til að aflað eigin tekna. Konurnar geta lært iðn og að gera einfaldar viðskiptaáætlanir, markaðssetningu og fleira sem skiptir máli í rekstri. Með tónleikunum Konur á Gaza er sérstaklega verið að safna fyrir síðastnefnda þættinum.Amma heldur á lítilli stúlku sem fæddist daginn sem loftárásirnar hófust 2014. Þessar konur misstu hús sín og land í þeim loftárárásum en þær ásamt eiginmönnum og börnum hefðu verið með geitur og býflugur og framleiddu mjólk, osta og hunang. Fyrir utan að hafa misst heimili sitt höfðu þær misst allt sitt lífsviðurværi.Starfskonur Aisha eru líka meðvitaðar um mikilvægi sambandsins á milli líkama og sálar enda koma áhrif áfalla oftar en ekki fram í líkamlegum einkennum eins og svefnleysi, kvíða og þunglyndi. Þá skiptir engu hvort áfallið er að missa heimili sitt eða ástvini í loftárás eða vegna kynbundins ofbeldis. Konurnar í Aisha veita stöllum sínum margskonar sálrænan stuðning og kynna þær fyrir jóga, djúpöndun og fleiru sem tengir saman líkama og sál. Aisha samtökin eru líka málsvarar kvenréttinda á opinberum vettvangi og beita sér gegn kynbundu ofbeldi sem tala má um sem faraldur með rætur í menningu feðraveldisins. Það endurspeglast meðal annars í lagasetningu og viðhorfum löggæslu og dómskerfisins. Aisha hefur fengið karlmenn til liðs við sig í baráttunni auk þess að eiga samvinnu við önnur kvenréttindasamtök á Gaza og Vesturbakkanum. Það er á brattann að sækja ekki síst vegna hernámsins sem gerir það að verkum að kvenréttinda- og jafnréttismál eru ekki talin vera forgangsmál stjórnmálanna. Konurnar sem leita eða er vísað til Aisha eru margar brotnar á sál og líkama. Eftir að komast að hjá Aisha, sem annar ekki eftirspurn, er hægt að fullyrða að þær séu síður á flæðiskeri staddar enda er öllum konum og stúlkum mætt með umhyggjusemi, hlýju og glaðværð sem reyndar liggur í loftinu. Aisha leggur mikla áherslu á að bjóða konum ekki ölmusu heldur miðar aðstoðin að því að efla konurnar og gera þeim kleift að takast betur á við sinn veruleika og að leita réttar síns. Aisha er eins og örugg höfn þar sem konur geta byggt sig upp áður en þær sigla út aftur betur búnar en áður að takast á við lífsins ólgusjó.Konur í Aisha læra iðn, handverk og hvernig eigi að standa að eigin rekstri svo þær geti framfleytt sér og börnum sínum án eiginmanna.Það sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart er seiglan sem býr í fólkinu á Gaza. Það er þó ekki endalaust hægt að komast áfram á seiglunni og því er stuðningur við samtök eins og Aisha lífæð enda reiða samtökin sig eingöngu á utanaðkomandi stuðning. Aisha merkir Lifandi. Það sem samtökin þurfa er stuðningur til að halda þeim lifandi sem þangað leita og þjónar sama tilgangi og vatn og súrefni. Án vatns grær ekkert og án súrefnis deyr eldurinn. Magnea Marínósdóttir í Jerúsalem vinnur fyrir sænsku kvenna- og friðarsamtökin Kvinna till Kvinna. Hún er ein fárra sem hefur stöðu sinnar vegna heimild til að ferðast inn á Gaza og hefur margoft heimsótt kvennasamtökin Aisha síðustu ár. Allur aðgangseyrir tónleikanna Konur á Gaza sem haldnir eru í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20 renna til þeirra samtaka. Miða á fjáröflunartónleikanna má fá hér.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar