Körfubolti

Uppselt í DHL-höllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni í kvöld.
Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni í kvöld. vísir/andri marinó
Þegar rúmur hálftími var í oddaleik KR og Grindavíkur var miðasölunni lokað. Það er uppselt sem er fáheyrt á íslenskum íþróttaviðburði.

Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri áhorfendur í húsinu.

„Þetta hefur ekki gerst áður. Það eru fleiri í húsinu núna en á leiknum 2009. Það er auðvitað frábært. Svona viljum við hafa það,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, kátur.

Böðvar bætti við að það væri helmingi fleiri pallar í húsinu núna en 2009.

Að sögn KR-inga eru 2.700 manns í DHL-höllinni og það gerir þetta að einum stærsta, ef ekki stærsta, viðburði íslenskrar körfuboltasögu.

Rúmum klukkutíma fyrir leik var fólk beðið um að standa upp í öllum stúkum svo hægt væri að koma öllum fyrir.

Stemningin á leiknum verður rosaleg. Það er klárt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×