Körfubolti

Uppselt í DHL-höllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni í kvöld.
Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni í kvöld. vísir/andri marinó

Þegar rúmur hálftími var í oddaleik KR og Grindavíkur var miðasölunni lokað. Það er uppselt sem er fáheyrt á íslenskum íþróttaviðburði.

Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri áhorfendur í húsinu.

„Þetta hefur ekki gerst áður. Það eru fleiri í húsinu núna en á leiknum 2009. Það er auðvitað frábært. Svona viljum við hafa það,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, kátur.

Böðvar bætti við að það væri helmingi fleiri pallar í húsinu núna en 2009.

Að sögn KR-inga eru 2.700 manns í DHL-höllinni og það gerir þetta að einum stærsta, ef ekki stærsta, viðburði íslenskrar körfuboltasögu.

Rúmum klukkutíma fyrir leik var fólk beðið um að standa upp í öllum stúkum svo hægt væri að koma öllum fyrir.

Stemningin á leiknum verður rosaleg. Það er klárt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.