Patrekur: Kitlar í puttana að komast aftur út á gólf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 10:00 Patrekur á hliðarlínunni með Austurríki. vísir/getty Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04