Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 13:30 Stefán Árnason í leik með Selfossi. vísir/anton Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn