Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 13:30 Stefán Árnason í leik með Selfossi. vísir/anton Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04