Helguvík – óheppni, reynsluleysi eða blekking? Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 27. apríl 2017 12:56 Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun