
Helguvík – óheppni, reynsluleysi eða blekking?
Mikilvægi fagmennsku
Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð.
Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.
Besti mælikvarðinn
Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum.
Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar