Að byrja á öfugum enda Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar