Er bót fyrir leigjendur í nýju húsnæðisbótakerfi? Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. apríl 2017 11:00 Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það?
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun