Er bót fyrir leigjendur í nýju húsnæðisbótakerfi? Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. apríl 2017 11:00 Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar