Skoðun

Mannvonska eða skilningsleysi

Tryggvi Gíslason skrifar
Með fárra daga millibili fáum við að heyra í fjölmiðlum að dvalarheimili á Akureyri og í Reykjavík geti ekki leyft gömlum hjónum að búa saman síðustu ár ævikvöldsins vegna þess að matsreglur leyfa ekki slíkt.

Ekki veit ég hvaða orð á að hafa yfir þetta: skilningsleysi, virðingarleysi, tillitsleysi, heimska eða mannvonska. Kostnaður við að leyfa gömlum hjónum að dveljast tvö saman í litlu herbergi á dvalarheimili fyrir aldraða er lítill sem enginn. Sú mótbára, að kostnaður leyfi þetta ekki, heldur því ekki í þetta skipti.

Alþingi og ríkisstjórn á að skammast sín og skipa málum þannig að við gömul hjón getum dvalist saman síðustu ár okkar, ef við óskum þess.




Skoðun

Sjá meira


×