Að hafa vit fyrir þjóðinni Róbert H. Haraldsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar