Að hafa vit fyrir þjóðinni Róbert H. Haraldsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun