Að hafa vit fyrir þjóðinni Róbert H. Haraldsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun