Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum.
Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.
Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017!
Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.
Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði!
Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér.
Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.

Stjórnvöld níðast á öldruðum
Skoðun

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum
Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Davíð Arnar Stefánsson skrifar

„Bíddu, hvað er í gangi?“/ “O co tak naprawdę chodzi?”
Nichole Leigh Mosty,Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Breiðfylking umbótaafla
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

„Það er til nóg af flugvélum í landinu“
Sigmar Guðmundsson skrifar

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sannleikurinn um Vestfirði
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar