Fordómar eru hluti af ofbeldismenningu Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 12. apríl 2017 11:00 Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar