Fordómar eru hluti af ofbeldismenningu Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 12. apríl 2017 11:00 Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun