Benz tvöfaldar hagnaðinn á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 10:50 Nýr Mercedes Benz E-Class hefur fengið frábærar móttökur. Auto-Presse Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur greint frá rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs þessa árs og niðurstaðan er harla jákvæð, eða tvöföldun hagnaðar frá fyrra ári. Hagnaður fyrir skatta nam 510 milljörðum króna en var 258 milljarðar í fyrra. Góð sala í jeppum, jepplingum og nýjum E-Class og S-Class bílum hjálpuðu mest til við þessa jákvæðu niðurstöðu. Sala fasteigan og leiðsögukerfisins HERE juku að auki á hagnað Daimler. Það gekk einnig vel að selja flutningabíla, trukka, sendibíla og rútur hjá Benz en þessi deild Benz er sú stærsta í heiminum. Rekstrarniðurstaðan hjá Daimler er talsvert betri en greiningaraðilar höfðu spáð svo búast má við hækkun hlutabréfa í Daimler í kjölfarið. Mercedes Benz er söluhæsti lúxusbílaframleiðandi heims og skákaði BMW úr toppsætinu á síðasta ári. Mercedes Benz er líka söluhæsta lúxusbílamerkið hér á landi og hefur nokkra yfirburði í sölu hérlendis í samkeppninni við hina þýsku bílaframleiðendurna BMW og Audi, sem og Lexus, Land Rover og Volvo. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur greint frá rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs þessa árs og niðurstaðan er harla jákvæð, eða tvöföldun hagnaðar frá fyrra ári. Hagnaður fyrir skatta nam 510 milljörðum króna en var 258 milljarðar í fyrra. Góð sala í jeppum, jepplingum og nýjum E-Class og S-Class bílum hjálpuðu mest til við þessa jákvæðu niðurstöðu. Sala fasteigan og leiðsögukerfisins HERE juku að auki á hagnað Daimler. Það gekk einnig vel að selja flutningabíla, trukka, sendibíla og rútur hjá Benz en þessi deild Benz er sú stærsta í heiminum. Rekstrarniðurstaðan hjá Daimler er talsvert betri en greiningaraðilar höfðu spáð svo búast má við hækkun hlutabréfa í Daimler í kjölfarið. Mercedes Benz er söluhæsti lúxusbílaframleiðandi heims og skákaði BMW úr toppsætinu á síðasta ári. Mercedes Benz er líka söluhæsta lúxusbílamerkið hér á landi og hefur nokkra yfirburði í sölu hérlendis í samkeppninni við hina þýsku bílaframleiðendurna BMW og Audi, sem og Lexus, Land Rover og Volvo.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent