Spáir ÍBV og Haukum áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 06:00 Eyjamaðurinn og fyrrum Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins. vísir/anton ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út. Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út.
Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira