Mikilvægi þéttingar byggðar Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mikið hefur verið rætt um húsnæðismálin og þéttingu byggðar undanfarið. Í þessari umræðu má heyra að flestir eru sammála að þétting byggðar er jákvæð. Hún er jákvæð vegna þess að hún dregur úr umhverfisáhrifum. Hún hefur jákvæð áhrif á heilsu manna og umhverfið. Síðastliðna áratugi hefur byggð á höfuðborgarsvæðinu stækkað hlutfallslega meira að flatarmáli en fjölgun íbúa. Aukið umfang byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur valdið því að íbúum á hvern hektara hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi. Árið 1985 var fjöldi íbúa 54 á hvern hektara enn árið 2012 voru íbúar á hektara 35, þ.e. 35% fækkun. Á þessu tímabili fjölgaði bílum umtalsvert meira en íbúum en útþensla byggðar er á forsendum einkabílsins sem aðalsamgöngumáta. Slíkur vöxtur er afar óheppilegur fyrir íbúa, innviði, umhverfið og samfélagsfjárhaginn. Með dreifðari byggð versna skilyrði fyrir samgöngur almennt, sérstaklega fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi þar sem vegalengdir verða meiri. Samgöngur fyrir einkabíla versna einnig vegna fjölgunar einkabíla og aukinna vegalengda á milli staða. Þar með notum við meiri tíma í að koma okkur á milli staða. Dýrmætan tíma sem annars væri hægt að nýta í annað. Með þéttingu byggðar er verið að nýta betur alla innviði, landnýting verður betri og mögulegt er að draga verulega úr notkun einkabílsins með tilheyrandi samdrætti í losun á gróðurhúsalofttegundum og minna svifryki. Þétting byggðar hefur einnig jákvæð áhrif á samfélagið þar sem nálægð fólks verður meiri og þar af leiðandi samskipti fólks t.d. í almenningsrýmum. Þétting byggðar styttir vegalengdir og gefur fólki raunverulegan kost á að nota vistvæna samgöngumáta eins og t.d. að ganga eða hjóla. Allt þetta hefur bein áhrif á heilbrigði okkar sem skilar sér í jákvæðum áhrifum á heilbrigðiskerfið okkar. En lífsstílstengdir sjúkdómar eins og kyrrseta er eitt af stóru vandamálunum í Evrópu og víðar í heiminum. Það er því margþættur samfélagslegur ávinningur við þéttingu byggðar. Reykjavíkurborg tók af skarið og setti skilmerkilega stefnu í aðalskipulag um að hætta þenslu borgarinnar og byggja innan borgarinnar á svokölluðum þéttingarsvæðum. Önnur sveitarfélög svo sem Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær hafa einnig sett sér stefnu/áætlun um að þétta innan þegar byggðra svæða. Segja má að í dag séu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á þeim stað í sinni stefnu að þurfa að standa við sett stefnumið um að hætta útþenslu byggðar en tryggja um leið nægt framboð lóða í takt við þörfina.Vinnum áfram eftir settum markmiðumÁstæðuna fyrir umræðu um þéttingu byggðar undanfarið má rekja til þess stóra vanda sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir í húsnæðismálum. Nú þegar kaupmáttur hefur aukist hafa framkvæmdir hafist að nýju eftir hrun. Hins vegar er byggingarmarkaðurinn langt eftir á þar sem lítið sem ekkert var byggt í hruninu og á árunum eftir. Nú standa markaðurinn og sveitarfélögin frammi fyrir því að vinna upp „tapið“ ásamt því að skaffa hið árlega magn íbúða sem þörf er á hverju sinni. Það er freistandi að falla í sama farið aftur og brjóta nýtt land undir byggð, sérstaklega þegar við sjáum ekki ávinninginn af þéttingu byggðar strax. Það er fljótlegra og kannski auðveldara að brjóta nýtt land undir uppbyggingu með þeim rökum að það er hagkvæmara. En með þeim rökum er eingöngu verið að horfa til afmarkaðs hluta kostnaðar. Ef kostnaður slíkra framkvæmda er reiknaður m.t.t. kostnaðar samfélagsins og einstaklinga við að viðhalda slíkri byggð er það ekki raunin. Við erum að gera margt rétt varðandi þéttingu byggðar. Höldum áfram að vinna eftir settum markmiðum varðandi þéttingu byggðar þó þau séu erfið og flókin. Skipulagsmál snúast m.a. um að setja stefnu til framtíðar og fylgja henni eftir, þannig næst árangur sem komandi kynslóðir munu njóta góðs af.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um húsnæðismálin og þéttingu byggðar undanfarið. Í þessari umræðu má heyra að flestir eru sammála að þétting byggðar er jákvæð. Hún er jákvæð vegna þess að hún dregur úr umhverfisáhrifum. Hún hefur jákvæð áhrif á heilsu manna og umhverfið. Síðastliðna áratugi hefur byggð á höfuðborgarsvæðinu stækkað hlutfallslega meira að flatarmáli en fjölgun íbúa. Aukið umfang byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur valdið því að íbúum á hvern hektara hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi. Árið 1985 var fjöldi íbúa 54 á hvern hektara enn árið 2012 voru íbúar á hektara 35, þ.e. 35% fækkun. Á þessu tímabili fjölgaði bílum umtalsvert meira en íbúum en útþensla byggðar er á forsendum einkabílsins sem aðalsamgöngumáta. Slíkur vöxtur er afar óheppilegur fyrir íbúa, innviði, umhverfið og samfélagsfjárhaginn. Með dreifðari byggð versna skilyrði fyrir samgöngur almennt, sérstaklega fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi þar sem vegalengdir verða meiri. Samgöngur fyrir einkabíla versna einnig vegna fjölgunar einkabíla og aukinna vegalengda á milli staða. Þar með notum við meiri tíma í að koma okkur á milli staða. Dýrmætan tíma sem annars væri hægt að nýta í annað. Með þéttingu byggðar er verið að nýta betur alla innviði, landnýting verður betri og mögulegt er að draga verulega úr notkun einkabílsins með tilheyrandi samdrætti í losun á gróðurhúsalofttegundum og minna svifryki. Þétting byggðar hefur einnig jákvæð áhrif á samfélagið þar sem nálægð fólks verður meiri og þar af leiðandi samskipti fólks t.d. í almenningsrýmum. Þétting byggðar styttir vegalengdir og gefur fólki raunverulegan kost á að nota vistvæna samgöngumáta eins og t.d. að ganga eða hjóla. Allt þetta hefur bein áhrif á heilbrigði okkar sem skilar sér í jákvæðum áhrifum á heilbrigðiskerfið okkar. En lífsstílstengdir sjúkdómar eins og kyrrseta er eitt af stóru vandamálunum í Evrópu og víðar í heiminum. Það er því margþættur samfélagslegur ávinningur við þéttingu byggðar. Reykjavíkurborg tók af skarið og setti skilmerkilega stefnu í aðalskipulag um að hætta þenslu borgarinnar og byggja innan borgarinnar á svokölluðum þéttingarsvæðum. Önnur sveitarfélög svo sem Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær hafa einnig sett sér stefnu/áætlun um að þétta innan þegar byggðra svæða. Segja má að í dag séu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á þeim stað í sinni stefnu að þurfa að standa við sett stefnumið um að hætta útþenslu byggðar en tryggja um leið nægt framboð lóða í takt við þörfina.Vinnum áfram eftir settum markmiðumÁstæðuna fyrir umræðu um þéttingu byggðar undanfarið má rekja til þess stóra vanda sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir í húsnæðismálum. Nú þegar kaupmáttur hefur aukist hafa framkvæmdir hafist að nýju eftir hrun. Hins vegar er byggingarmarkaðurinn langt eftir á þar sem lítið sem ekkert var byggt í hruninu og á árunum eftir. Nú standa markaðurinn og sveitarfélögin frammi fyrir því að vinna upp „tapið“ ásamt því að skaffa hið árlega magn íbúða sem þörf er á hverju sinni. Það er freistandi að falla í sama farið aftur og brjóta nýtt land undir byggð, sérstaklega þegar við sjáum ekki ávinninginn af þéttingu byggðar strax. Það er fljótlegra og kannski auðveldara að brjóta nýtt land undir uppbyggingu með þeim rökum að það er hagkvæmara. En með þeim rökum er eingöngu verið að horfa til afmarkaðs hluta kostnaðar. Ef kostnaður slíkra framkvæmda er reiknaður m.t.t. kostnaðar samfélagsins og einstaklinga við að viðhalda slíkri byggð er það ekki raunin. Við erum að gera margt rétt varðandi þéttingu byggðar. Höldum áfram að vinna eftir settum markmiðum varðandi þéttingu byggðar þó þau séu erfið og flókin. Skipulagsmál snúast m.a. um að setja stefnu til framtíðar og fylgja henni eftir, þannig næst árangur sem komandi kynslóðir munu njóta góðs af.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar