Before the Flood Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Myndin Before the Flood, sem sjónvarpið sýndi 4. janúar, var gríðarlega áhrifamikil. Í myndinni ferðast leikarinn góðkunni, Leonardo DiCaprio, um heiminn í tvö ár til að kynna sér ástand umhverfismála, og afraksturinn er þessi mynd, sem ekki gefur tilefni til mikillar bjartsýni. Hnattræn hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda (CO2) eykst hraðar en menn áttu von á. Þar munar mest um jarðefnaeldsneytisiðnaðinn, notkun kola og olíu. Engin þjóð brennir meira af jarðefnaeldsneyti en Kínverjar, sem komnir eru fram úr Bandaríkjunum, hvað mengun snertir. Í þriðja sæti er svo Indland. Í myndinni er sýnt, hvernig stöðugt er unnið að eyðingu stærstu regnskóga heims á Amasonsvæðinu og í Indónesíu til að rýma fyrir ræktun kókospálma, en regnskógarnir binda gríðarlegt magn kolefnis og auka við súrefni andrúmloftsins. Jöklar, einkum á norðurhveli, fara minnkandi vegna hlýnunar. Munar þar mestu um bráðnun Grænlandsjökuls, stærsta jökuls heims, sem virðist mun hraðari en menn ætluðu. Afleiðingin verður hækkun sjávarborðs heimshafanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir eyjar og strandríki. Súrnun sjávar er ein afleiðing loftslagsbreytinga, sem mun koma illa niður á eyríkjum eins og Íslandi. Um fimmtíu prósent af öllum kóralrifjum heims, sem verið hafa auðug af fiski, hafa þegar verið eyðilögð. Þetta eru vissulega ekki uppörvandi staðreyndir, en þó ekki annað en það, sem vísindamenn hafa lengi varað við. Nær allir loftslagsfræðingar eru nú sammála um, að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og í óefni stefni, ef ekki verður brugðist við. Áhrifa hlýnunar er þegar farið að gæta um heim allan, m.a. í afbrigðilegu veðurfari, meiri tíðni fellibylja, flóða og hvers kyns náttúruhamfara. Parísarráðstefnan um loftslagsmál í desember 2015 þar sem 195 ríki, stór og smá, þ.á.m. USA og Kína, skuldbundu sig til að draga úr mengun, svo hiti á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður fram til 2030, vakti vonir margra. Fyrir ráðstefnuna lýsti þáverandi umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, því yfir að Ísland stefndi á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 og fylgja þar með fordæmi Norðmanna. Stefnt skuli að fjölgun rafbíla, aukinni skógrækt til kolefnisbindingar, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt vissulega góðra gjalda vert, en meira mun til þurfa eigi markmiðin að nást. Ekki var traustvekjandi, hve loftslagsmálin voru lítið til umræðu í kosningabaráttunni á liðnu hausti. Nú er ný ríkisstjórn komin til valda, og í stefnuskrá hennar er að finna ýmis góð markmið varðandi umhverfisvernd, svo sem græna skatta, áætlun um verndun miðhálendisins og aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulag. „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju,“ segir þar.Hulin ráðgátaEn hvað felst í þessum orðum? Áformuð er bygging a.m.k. þriggja nýrra kísilvera auk stækkunar álvers á Grundartanga. Á Bakka eru framkvæmdir í fullum gangi, og í Helguvík er kísilver United Silicon þegar tekið til starfa með tilheyrandi mengun, sem íbúar Reykjanesbæjar hafa þegar fundið fyrir í eigin skinni. Ætlar ný ríkisstjórn að gefa grænt ljós á öll þessi verkefni? Þeirri spurningu þarf hún að svara. Viðurkennt er, að stóriðjan leggur til um helming af allri koltvísýringsmengun á Íslandi nú þegar. Að bæta enn þar í mun tæplega teljast gott framlag til Parísarsamkomulagsins. Um stóriðjuna er sjaldnast rætt, þegar umhverfismálin ber á góma, hún er einhvern veginn alltaf undanskilin, enda erum við búnir að koma henni undir hatt Evrópusambandsins, svo við getum farið þar fram að eigin geðþótta. Hvernig áform um aukna stóriðju fara saman við markmið okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tugi prósenta, er sjálfsagt fleirum hulin ráðgáta en þeim, sem þetta ritar. Vonandi sýnir ný ríkisstjórn, að henni sé alvara í umhverfismálum. Góðar óskir fylgja nýjum umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, í starfi. Hnattræn hlýnun er alvarlegasta verkefni, sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Það varðar framtíð lífsins á jörðinni, eins og myndin Before the Flood sýnir svo átakanlega. Við Íslendingar verðum eins og aðrar þjóðir að leggja þar fram okkar skerf. Þar duga ekki innihaldslitlar yfirlýsingar, heldur aðeins athafnir, og það þarf að hefjast handa strax.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Myndin Before the Flood, sem sjónvarpið sýndi 4. janúar, var gríðarlega áhrifamikil. Í myndinni ferðast leikarinn góðkunni, Leonardo DiCaprio, um heiminn í tvö ár til að kynna sér ástand umhverfismála, og afraksturinn er þessi mynd, sem ekki gefur tilefni til mikillar bjartsýni. Hnattræn hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda (CO2) eykst hraðar en menn áttu von á. Þar munar mest um jarðefnaeldsneytisiðnaðinn, notkun kola og olíu. Engin þjóð brennir meira af jarðefnaeldsneyti en Kínverjar, sem komnir eru fram úr Bandaríkjunum, hvað mengun snertir. Í þriðja sæti er svo Indland. Í myndinni er sýnt, hvernig stöðugt er unnið að eyðingu stærstu regnskóga heims á Amasonsvæðinu og í Indónesíu til að rýma fyrir ræktun kókospálma, en regnskógarnir binda gríðarlegt magn kolefnis og auka við súrefni andrúmloftsins. Jöklar, einkum á norðurhveli, fara minnkandi vegna hlýnunar. Munar þar mestu um bráðnun Grænlandsjökuls, stærsta jökuls heims, sem virðist mun hraðari en menn ætluðu. Afleiðingin verður hækkun sjávarborðs heimshafanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir eyjar og strandríki. Súrnun sjávar er ein afleiðing loftslagsbreytinga, sem mun koma illa niður á eyríkjum eins og Íslandi. Um fimmtíu prósent af öllum kóralrifjum heims, sem verið hafa auðug af fiski, hafa þegar verið eyðilögð. Þetta eru vissulega ekki uppörvandi staðreyndir, en þó ekki annað en það, sem vísindamenn hafa lengi varað við. Nær allir loftslagsfræðingar eru nú sammála um, að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og í óefni stefni, ef ekki verður brugðist við. Áhrifa hlýnunar er þegar farið að gæta um heim allan, m.a. í afbrigðilegu veðurfari, meiri tíðni fellibylja, flóða og hvers kyns náttúruhamfara. Parísarráðstefnan um loftslagsmál í desember 2015 þar sem 195 ríki, stór og smá, þ.á.m. USA og Kína, skuldbundu sig til að draga úr mengun, svo hiti á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður fram til 2030, vakti vonir margra. Fyrir ráðstefnuna lýsti þáverandi umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, því yfir að Ísland stefndi á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 og fylgja þar með fordæmi Norðmanna. Stefnt skuli að fjölgun rafbíla, aukinni skógrækt til kolefnisbindingar, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt vissulega góðra gjalda vert, en meira mun til þurfa eigi markmiðin að nást. Ekki var traustvekjandi, hve loftslagsmálin voru lítið til umræðu í kosningabaráttunni á liðnu hausti. Nú er ný ríkisstjórn komin til valda, og í stefnuskrá hennar er að finna ýmis góð markmið varðandi umhverfisvernd, svo sem græna skatta, áætlun um verndun miðhálendisins og aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulag. „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju,“ segir þar.Hulin ráðgátaEn hvað felst í þessum orðum? Áformuð er bygging a.m.k. þriggja nýrra kísilvera auk stækkunar álvers á Grundartanga. Á Bakka eru framkvæmdir í fullum gangi, og í Helguvík er kísilver United Silicon þegar tekið til starfa með tilheyrandi mengun, sem íbúar Reykjanesbæjar hafa þegar fundið fyrir í eigin skinni. Ætlar ný ríkisstjórn að gefa grænt ljós á öll þessi verkefni? Þeirri spurningu þarf hún að svara. Viðurkennt er, að stóriðjan leggur til um helming af allri koltvísýringsmengun á Íslandi nú þegar. Að bæta enn þar í mun tæplega teljast gott framlag til Parísarsamkomulagsins. Um stóriðjuna er sjaldnast rætt, þegar umhverfismálin ber á góma, hún er einhvern veginn alltaf undanskilin, enda erum við búnir að koma henni undir hatt Evrópusambandsins, svo við getum farið þar fram að eigin geðþótta. Hvernig áform um aukna stóriðju fara saman við markmið okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tugi prósenta, er sjálfsagt fleirum hulin ráðgáta en þeim, sem þetta ritar. Vonandi sýnir ný ríkisstjórn, að henni sé alvara í umhverfismálum. Góðar óskir fylgja nýjum umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, í starfi. Hnattræn hlýnun er alvarlegasta verkefni, sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Það varðar framtíð lífsins á jörðinni, eins og myndin Before the Flood sýnir svo átakanlega. Við Íslendingar verðum eins og aðrar þjóðir að leggja þar fram okkar skerf. Þar duga ekki innihaldslitlar yfirlýsingar, heldur aðeins athafnir, og það þarf að hefjast handa strax.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar