Verkfall gæti ógnað framleiðslu Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 12:31 Tesla Model 3. Til stendur að hefja fjöldaframleiðslu á Tesla Model 3 bílnum í júní, en þó eru blikur á lofti vegna yfirvofandi verkfalls hjá starfsfólki Grohman Engineering sem Tesla keypti í nóvember á síðasta ári. Kaup Tesla á Grohman Engineering var til þess að flýta framleiðslu og auka sjálfvirkni. Ástæða þess að starfsfólk Grohman Engineering ætlar að fara í verkfall er sú að þeim 660 starfsmönnum sem vinna hjá fyrirtækinu eru greidd 30% lægri laun en samningar verkalýðsfélaga segja til um. Einnig snúa áhyggjur starfsfólks Grohman Engineering að því að Tesla hefur lokað fyrir öll verkefni Grohman Engineering sem ekki snúa að framleiðslu á Tesla bílum. Ennfremur féll það ekki í góðan jarðveg að stofnandi og fyrrum forstjóri Grohman Engineering hefur nú yfirgefið fyrirtækið. Tesla hefur brugðist við þessu ástandi með því að bjóða öllu starfsfólki Grohman Engineering 150 Evra launahækkun en verkalýðsfélag starfsfólksins fer fram á 400 Evra hækkun. Tesla hefur einnig boðið starfsfólkinu hlutabréf sem hluta af launum, en það hefur ekki falllið í góðan jarðveg hjá því. Starfsfólk Grohman Engineering ætlar að taka ákvörðun um það í vikunni hvort farið verður í verkfall eður ei, en ef að því verður mun það örugglega seinka upphafsframleiðslunni á hinum nýja Tesla Model 3 bíl. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent
Til stendur að hefja fjöldaframleiðslu á Tesla Model 3 bílnum í júní, en þó eru blikur á lofti vegna yfirvofandi verkfalls hjá starfsfólki Grohman Engineering sem Tesla keypti í nóvember á síðasta ári. Kaup Tesla á Grohman Engineering var til þess að flýta framleiðslu og auka sjálfvirkni. Ástæða þess að starfsfólk Grohman Engineering ætlar að fara í verkfall er sú að þeim 660 starfsmönnum sem vinna hjá fyrirtækinu eru greidd 30% lægri laun en samningar verkalýðsfélaga segja til um. Einnig snúa áhyggjur starfsfólks Grohman Engineering að því að Tesla hefur lokað fyrir öll verkefni Grohman Engineering sem ekki snúa að framleiðslu á Tesla bílum. Ennfremur féll það ekki í góðan jarðveg að stofnandi og fyrrum forstjóri Grohman Engineering hefur nú yfirgefið fyrirtækið. Tesla hefur brugðist við þessu ástandi með því að bjóða öllu starfsfólki Grohman Engineering 150 Evra launahækkun en verkalýðsfélag starfsfólksins fer fram á 400 Evra hækkun. Tesla hefur einnig boðið starfsfólkinu hlutabréf sem hluta af launum, en það hefur ekki falllið í góðan jarðveg hjá því. Starfsfólk Grohman Engineering ætlar að taka ákvörðun um það í vikunni hvort farið verður í verkfall eður ei, en ef að því verður mun það örugglega seinka upphafsframleiðslunni á hinum nýja Tesla Model 3 bíl.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent