Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinn Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:26 Einar Andri er greinilega ekki sammála Þorleifi Árna, öðrum dómara leiksins. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45