Ákallið að engu haft Guðjón S. Brjánsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar