Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 18:42 Hæfi hluthafanna hefur ekki verið metið af FME, þar sem enginn þeirra fer með virkan eignarhlut í bankanum. vísir/eyþór Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka? Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka?
Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45
Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf