Landið og lömbin Guðmundur Gíslason skrifar 4. apríl 2017 10:06 Einu sinni var Ísland þakið skógi frá fjöru til fjalla, en ekki lengur. Hvað gerðist eiginlega? Stutta, einfalda svarið er að ofbeit gerðist. Áður en við pælum í því þá skulum við fara yfir eitt atriði. Eftir að landið kemur undan jökli, í kjölfar ísaldar, fara nokkrar lífverur fljótlega að nema land, meðal annars gróður. Trjágróður bindur kolefni og það kolefni bindist jarðvegi með tíð og tíma. Frá ísöld fékk þessi gróður að vera nær algjörlega í friði. Það voru engir grasbítar og engir menn. Svo ef trjágróður hefur verið að binda kolefni í jarðveginn í a.m.k. 8000 ár hvað ætli sé mikið af kolefni sem hefur safnast saman? Ég veit ekki nákvæma svarið en geri ráð fyrir að það sé eitthvað í áttina að heilum helling. Svo, hvað gerðist við allan þennan gróður? Við og við koma upp eldgos sem eru víst ekki mjög holl fyrir u.þ.b. allt sem lendir fyrir því. Síðan er veðurfarið eitthvað að stríða okkur, það er kalt og vindasamt og þessir ansans umhleypingar valda óþægilega oft kali. En veður og eldgos voru hérna fyrir landnám, samt var allt að kafna í birki. Þegar forfeður okkar koma til landsins þurftu þeir pláss, til að búa og til að rækta hitt og þetta. Svo þeir felldu tré og brenndu fyrir akra. Síðan þurfti eldsneyti í járnsmíði og byggingar. En það er ekki eins og það séu akrar útum allt í dag, byggðir landsins þekja ekki stórkostlegan hluta landsins og birki virðist ekki vera helsti smíðaviður landans. Það virðist þó vera að það hafi verið gengið mjög hratt á skóginn. En af hverju endurnýjar hann sig ekki? Það er ein breyta í viðbót sem er ekki mikið talað um og hefur sennilega valdið mestu gróðureyðingunni, það eru grasbítarnir sem við komu með okkur. Eins og flestir vita þá fær sauðfé að ráfa um meira og minna frjálst á sumrin. Því er hleypt á afréttir og síðan smalað aftur heim á haustin. Þetta væri tilvalið nema fyrir það að kindurnar koma oft í veg fyrir að nýgræðingar gróðurs nái sér á strik. Á 19. öld var lögð aukin áhersla á sauðfjárrækt á Íslandi. Mikið af skógunum voru þá horfnir en að einhverju leyti enn til staðar. Þegar það fór að fjölga í sauðfénu var sífellt erfiðara fyrir gróðurinn að endurnýja sig. Þetta náði hámarki 1978 þegar voru um 891 þúsund ær! Núna eru svoldið færri ær eða um 473 þúsund (skv. Hagstofu). Við ofbeit hnignar gróður og rof myndast, ef beit er haldið áfram á rofnum svæðum stækkar rofið. Á endanum myndast auðnir og jafnvel þó beit er hætt getur vítahringur uppblásturs og áfoks haldið þróuninni áfram. Svo það sé ekkert skafað af hlutunum þá kallast beit á rofnu landi réttu orði rányrkja. Því er stundum haldið fram að ofbeit hafi einu sinni verið vandamál en ekki lengur. Það er frekar vafasamt, að mínu mati, að halda því fram. Þó ofbeit sé ekki eins mikil og þegar mest var þýðir ekki að ofbeit sé ekki lengur til staðar. Land sem hefur ekkert eða lítið rof er kringum 12,3% landsins, land sem hefur nokkurt (rof sem er byrjað að smita frá sér) uppí mjög mikið rof er 65.7% Restin eru jöklar og fjöll. Mig grunar að saufé ráfi víðar en á 12% landsins, mig grunar líka að flestir hafi tekið eftir kindum á beit á rofnu svæði. Í byrjun pistilsins benti ég að jarðvegurinn hafi verið að safna í sig kolefnisforða frá ísöld. Þegar land rofnar er ekkert sem heldur kolefninu í jarðveginum lengur. Hvað gerist þá? Jú, það sleppur í andrúmsloftið sem koltvísýringur. Þetta er langtum stærsti losunarþáttur Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum. Talið vera um 70% af heildar losun CO2. Landssamtök sauðfjárbænda vilja markaðssetja afurðir sauðfjárs sem sjálfbæra, vistvæna framleiðslu og gerir það raunar nú þegar. En það liggur fyrir að hún er það ekki í dag og virðist ansi langt í að hún verði það nokkurntímann. Sauðfjárbændur eru þó sífellt að vakna fyrir vandanum. En hvað er þá til ráða? Augljós lausn væri stopp eða minnsta kosti góð stýring á lausagöngu búfénaðs. Það að fé sé beitt á rofið land er fjarri því að vera sjálfbært og hvað þá vistvænt, rányrkja er aldrei í lagi. Þeir flokkar sem eru núna í ríkisstjórn eru allir með það í stefnu sinni að beit skuli vera stýrt. Er nokkuð sem er að stoppa okkur? Heimildir eru þessar. Að lesa og lækna landið – Ólafur Arnaldsson og Ása L. Aradóttir Lífríki Íslands – Snorri Baldursson Ásýnd lands og sauðfjárrækt (Skógræktarritið 2002) – Sigurður Arnarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Einu sinni var Ísland þakið skógi frá fjöru til fjalla, en ekki lengur. Hvað gerðist eiginlega? Stutta, einfalda svarið er að ofbeit gerðist. Áður en við pælum í því þá skulum við fara yfir eitt atriði. Eftir að landið kemur undan jökli, í kjölfar ísaldar, fara nokkrar lífverur fljótlega að nema land, meðal annars gróður. Trjágróður bindur kolefni og það kolefni bindist jarðvegi með tíð og tíma. Frá ísöld fékk þessi gróður að vera nær algjörlega í friði. Það voru engir grasbítar og engir menn. Svo ef trjágróður hefur verið að binda kolefni í jarðveginn í a.m.k. 8000 ár hvað ætli sé mikið af kolefni sem hefur safnast saman? Ég veit ekki nákvæma svarið en geri ráð fyrir að það sé eitthvað í áttina að heilum helling. Svo, hvað gerðist við allan þennan gróður? Við og við koma upp eldgos sem eru víst ekki mjög holl fyrir u.þ.b. allt sem lendir fyrir því. Síðan er veðurfarið eitthvað að stríða okkur, það er kalt og vindasamt og þessir ansans umhleypingar valda óþægilega oft kali. En veður og eldgos voru hérna fyrir landnám, samt var allt að kafna í birki. Þegar forfeður okkar koma til landsins þurftu þeir pláss, til að búa og til að rækta hitt og þetta. Svo þeir felldu tré og brenndu fyrir akra. Síðan þurfti eldsneyti í járnsmíði og byggingar. En það er ekki eins og það séu akrar útum allt í dag, byggðir landsins þekja ekki stórkostlegan hluta landsins og birki virðist ekki vera helsti smíðaviður landans. Það virðist þó vera að það hafi verið gengið mjög hratt á skóginn. En af hverju endurnýjar hann sig ekki? Það er ein breyta í viðbót sem er ekki mikið talað um og hefur sennilega valdið mestu gróðureyðingunni, það eru grasbítarnir sem við komu með okkur. Eins og flestir vita þá fær sauðfé að ráfa um meira og minna frjálst á sumrin. Því er hleypt á afréttir og síðan smalað aftur heim á haustin. Þetta væri tilvalið nema fyrir það að kindurnar koma oft í veg fyrir að nýgræðingar gróðurs nái sér á strik. Á 19. öld var lögð aukin áhersla á sauðfjárrækt á Íslandi. Mikið af skógunum voru þá horfnir en að einhverju leyti enn til staðar. Þegar það fór að fjölga í sauðfénu var sífellt erfiðara fyrir gróðurinn að endurnýja sig. Þetta náði hámarki 1978 þegar voru um 891 þúsund ær! Núna eru svoldið færri ær eða um 473 þúsund (skv. Hagstofu). Við ofbeit hnignar gróður og rof myndast, ef beit er haldið áfram á rofnum svæðum stækkar rofið. Á endanum myndast auðnir og jafnvel þó beit er hætt getur vítahringur uppblásturs og áfoks haldið þróuninni áfram. Svo það sé ekkert skafað af hlutunum þá kallast beit á rofnu landi réttu orði rányrkja. Því er stundum haldið fram að ofbeit hafi einu sinni verið vandamál en ekki lengur. Það er frekar vafasamt, að mínu mati, að halda því fram. Þó ofbeit sé ekki eins mikil og þegar mest var þýðir ekki að ofbeit sé ekki lengur til staðar. Land sem hefur ekkert eða lítið rof er kringum 12,3% landsins, land sem hefur nokkurt (rof sem er byrjað að smita frá sér) uppí mjög mikið rof er 65.7% Restin eru jöklar og fjöll. Mig grunar að saufé ráfi víðar en á 12% landsins, mig grunar líka að flestir hafi tekið eftir kindum á beit á rofnu svæði. Í byrjun pistilsins benti ég að jarðvegurinn hafi verið að safna í sig kolefnisforða frá ísöld. Þegar land rofnar er ekkert sem heldur kolefninu í jarðveginum lengur. Hvað gerist þá? Jú, það sleppur í andrúmsloftið sem koltvísýringur. Þetta er langtum stærsti losunarþáttur Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum. Talið vera um 70% af heildar losun CO2. Landssamtök sauðfjárbænda vilja markaðssetja afurðir sauðfjárs sem sjálfbæra, vistvæna framleiðslu og gerir það raunar nú þegar. En það liggur fyrir að hún er það ekki í dag og virðist ansi langt í að hún verði það nokkurntímann. Sauðfjárbændur eru þó sífellt að vakna fyrir vandanum. En hvað er þá til ráða? Augljós lausn væri stopp eða minnsta kosti góð stýring á lausagöngu búfénaðs. Það að fé sé beitt á rofið land er fjarri því að vera sjálfbært og hvað þá vistvænt, rányrkja er aldrei í lagi. Þeir flokkar sem eru núna í ríkisstjórn eru allir með það í stefnu sinni að beit skuli vera stýrt. Er nokkuð sem er að stoppa okkur? Heimildir eru þessar. Að lesa og lækna landið – Ólafur Arnaldsson og Ása L. Aradóttir Lífríki Íslands – Snorri Baldursson Ásýnd lands og sauðfjárrækt (Skógræktarritið 2002) – Sigurður Arnarson
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar