ASÍ, SI og SA … úlfur, úlfur Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Þegar ég ákvað að skrifa meistararitgerð í hagfræði um framleiðni á byggingamarkaði á Íslandi og bera saman við framleiðni á byggingamarkaði í Noregi þá varð mér strax ljóst að erfitt gæti reynst að fá gögn og mikilvægar upplýsingar. Gagnaöflunin tók langan tíma og á tímabili var ég efins um að þetta tækist. En með frábæran leiðbeinanda, dr. Þórólf Matthíasson, tókst þetta að lokum. Fæðingin var sum sé mjög erfið. Til að byrja með fór ég til Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Mér til mikillar furðu þá höfðu þau ekkert velt þessum málum fyrir sér og það sem verra var að mér fannst, þá höfðu þau engan áhuga á viðfangsefninu. Á tyllidögum kjarasamninga er tönglast á því að framleiðni þurfi að aukast svo að ekki sé samið um hækkanir umfram framleiðni. Annars fer það bara út í verðlagið. Jú, það er alveg rétt. En af hverju þetta áhugaleysi gagnvart afkastagetu einstakra starfsgreina? Þegar ég gekk á fund þessara samtaka árið 2015 sýndi ég þeim hvað hefði verið byggt á árunum 2009-2014. Þetta voru tölur beint frá Hagstofunni þannig að ég býst við að þessir aðilar hafi verið meðvitaðir um þennan uppsafnaða skort … eða hvað? Á þessum árum var fullkláruð 4.141 íbúð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt Hagstofunni sem gerir um 690 íbúðir á ári. En árleg eftirspurn er um 1.600-1.800 íbúðir á ári. Þarna var strax ljóst í hvað stefndi. Í Kastljósi þann 21. mars var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. En þar kom hann inn á eftirfarandi atriði:1) Þeir töldu að framleiðslan yrði 2001 íbúð árið 2017 en í raun varð framleiðslan 1.598 íbúðir. Þar sem ég reiknaði framleiðni í byggingariðnaði í minni mastersritgerð er áhugavert að sjá hvað rúmlega 20% framleiðniaukning hefði haft mikil áhrif á þessar tölur. Í rannsókn minni kom í ljós að við erum með 66% af framleiðslugetu Noregs. Segjum að við hefðum 80% af framleiðslugetu Noregs, þá hefði þessi spá verið nærri lagi. Þannig að augljóslega skiptir framleiðni miklu máli.2) Framleiðsla á minni íbúðum er dýrari. Vinnustundir aukast um 6% við hverja 10 fermetra minnkun á íbúðum, sem segir að uppbygging á minni íbúðum tekur lengri tíma.3) Hann segist ekki hafa áhyggjur af vinnuaflsskorti í byggingariðnaði. Við erum með frjálst flæði vinnuafls innan EES og því liggur það ljóst fyrir að besta vinnuaflið í Evrópu leitar þangað sem raunlaunin eru hæst og það er ekki á Íslandi, auk þess sem eftirliti með fagskírteinum er mjög ábótavant hérlendis. Í dag gengur mjög erfiðlega að manna byggingariðnaðinn og því finnst mér ákveðið virðingarleysi felast í þessum ummælum. Það tekur langan tíma að ná upp færni og ef menn halda að hvaða Jón sem er geti sinnt þessu þá eru menn á villigötum. Við þurfum 80% meiri tíma til innanhússfrágangs miðað við Noreg en það er akkúrat þessi innanhússfrágangur sem þarfnast hæfni og aukins vinnuhraða sem næst bara með nokkurra ára þjálfun. Þannig að aukning á faglærðu vinnuafli skilar betri árangri.Óraunhæf spá Iðnaðarmenn sem ég tala við daglega eru sammála um að spá Samtaka iðnaðarins sé ekki raunhæf, og þá sérstaklega vegna ruðningsáhrifa af hótelbyggingum og eins og fyrr segir, vegna skorts á faglærðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Þessi atvinnugrein þarf að fá meiri athygli og hefja þarf vinnu við stefnumótun til langs tíma. Við erum ekki sjálfbær með svo fáa iðnaðarmenn og við erum einfaldlega ekki samkeppnishæf um besta vinnuaflið í Evrópu. Við erum með góða iðnaðarmenn en þeir eru bara of fáir til þess að ráða við svona mikla uppbyggingu á svona stuttum tíma. Staðan sem við erum komin í er mjög erfið en því miður verður hún ekki leyst með skyndilausnum og mun staðan því vera erfið áfram næstu árin. Menn verða hins vegar að vera hreinskilnir með þessa stöðu. Það er ekki til neins að búa til væntingar sem standast ekki. Framleiðslugetunni verður ekki breytt eins og hendi sé veifað, en við getum allavega búið okkur undir framtíðina og reynt að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að skrifa meistararitgerð í hagfræði um framleiðni á byggingamarkaði á Íslandi og bera saman við framleiðni á byggingamarkaði í Noregi þá varð mér strax ljóst að erfitt gæti reynst að fá gögn og mikilvægar upplýsingar. Gagnaöflunin tók langan tíma og á tímabili var ég efins um að þetta tækist. En með frábæran leiðbeinanda, dr. Þórólf Matthíasson, tókst þetta að lokum. Fæðingin var sum sé mjög erfið. Til að byrja með fór ég til Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Mér til mikillar furðu þá höfðu þau ekkert velt þessum málum fyrir sér og það sem verra var að mér fannst, þá höfðu þau engan áhuga á viðfangsefninu. Á tyllidögum kjarasamninga er tönglast á því að framleiðni þurfi að aukast svo að ekki sé samið um hækkanir umfram framleiðni. Annars fer það bara út í verðlagið. Jú, það er alveg rétt. En af hverju þetta áhugaleysi gagnvart afkastagetu einstakra starfsgreina? Þegar ég gekk á fund þessara samtaka árið 2015 sýndi ég þeim hvað hefði verið byggt á árunum 2009-2014. Þetta voru tölur beint frá Hagstofunni þannig að ég býst við að þessir aðilar hafi verið meðvitaðir um þennan uppsafnaða skort … eða hvað? Á þessum árum var fullkláruð 4.141 íbúð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt Hagstofunni sem gerir um 690 íbúðir á ári. En árleg eftirspurn er um 1.600-1.800 íbúðir á ári. Þarna var strax ljóst í hvað stefndi. Í Kastljósi þann 21. mars var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. En þar kom hann inn á eftirfarandi atriði:1) Þeir töldu að framleiðslan yrði 2001 íbúð árið 2017 en í raun varð framleiðslan 1.598 íbúðir. Þar sem ég reiknaði framleiðni í byggingariðnaði í minni mastersritgerð er áhugavert að sjá hvað rúmlega 20% framleiðniaukning hefði haft mikil áhrif á þessar tölur. Í rannsókn minni kom í ljós að við erum með 66% af framleiðslugetu Noregs. Segjum að við hefðum 80% af framleiðslugetu Noregs, þá hefði þessi spá verið nærri lagi. Þannig að augljóslega skiptir framleiðni miklu máli.2) Framleiðsla á minni íbúðum er dýrari. Vinnustundir aukast um 6% við hverja 10 fermetra minnkun á íbúðum, sem segir að uppbygging á minni íbúðum tekur lengri tíma.3) Hann segist ekki hafa áhyggjur af vinnuaflsskorti í byggingariðnaði. Við erum með frjálst flæði vinnuafls innan EES og því liggur það ljóst fyrir að besta vinnuaflið í Evrópu leitar þangað sem raunlaunin eru hæst og það er ekki á Íslandi, auk þess sem eftirliti með fagskírteinum er mjög ábótavant hérlendis. Í dag gengur mjög erfiðlega að manna byggingariðnaðinn og því finnst mér ákveðið virðingarleysi felast í þessum ummælum. Það tekur langan tíma að ná upp færni og ef menn halda að hvaða Jón sem er geti sinnt þessu þá eru menn á villigötum. Við þurfum 80% meiri tíma til innanhússfrágangs miðað við Noreg en það er akkúrat þessi innanhússfrágangur sem þarfnast hæfni og aukins vinnuhraða sem næst bara með nokkurra ára þjálfun. Þannig að aukning á faglærðu vinnuafli skilar betri árangri.Óraunhæf spá Iðnaðarmenn sem ég tala við daglega eru sammála um að spá Samtaka iðnaðarins sé ekki raunhæf, og þá sérstaklega vegna ruðningsáhrifa af hótelbyggingum og eins og fyrr segir, vegna skorts á faglærðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Þessi atvinnugrein þarf að fá meiri athygli og hefja þarf vinnu við stefnumótun til langs tíma. Við erum ekki sjálfbær með svo fáa iðnaðarmenn og við erum einfaldlega ekki samkeppnishæf um besta vinnuaflið í Evrópu. Við erum með góða iðnaðarmenn en þeir eru bara of fáir til þess að ráða við svona mikla uppbyggingu á svona stuttum tíma. Staðan sem við erum komin í er mjög erfið en því miður verður hún ekki leyst með skyndilausnum og mun staðan því vera erfið áfram næstu árin. Menn verða hins vegar að vera hreinskilnir með þessa stöðu. Það er ekki til neins að búa til væntingar sem standast ekki. Framleiðslugetunni verður ekki breytt eins og hendi sé veifað, en við getum allavega búið okkur undir framtíðina og reynt að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun