ASÍ, SI og SA … úlfur, úlfur Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Þegar ég ákvað að skrifa meistararitgerð í hagfræði um framleiðni á byggingamarkaði á Íslandi og bera saman við framleiðni á byggingamarkaði í Noregi þá varð mér strax ljóst að erfitt gæti reynst að fá gögn og mikilvægar upplýsingar. Gagnaöflunin tók langan tíma og á tímabili var ég efins um að þetta tækist. En með frábæran leiðbeinanda, dr. Þórólf Matthíasson, tókst þetta að lokum. Fæðingin var sum sé mjög erfið. Til að byrja með fór ég til Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Mér til mikillar furðu þá höfðu þau ekkert velt þessum málum fyrir sér og það sem verra var að mér fannst, þá höfðu þau engan áhuga á viðfangsefninu. Á tyllidögum kjarasamninga er tönglast á því að framleiðni þurfi að aukast svo að ekki sé samið um hækkanir umfram framleiðni. Annars fer það bara út í verðlagið. Jú, það er alveg rétt. En af hverju þetta áhugaleysi gagnvart afkastagetu einstakra starfsgreina? Þegar ég gekk á fund þessara samtaka árið 2015 sýndi ég þeim hvað hefði verið byggt á árunum 2009-2014. Þetta voru tölur beint frá Hagstofunni þannig að ég býst við að þessir aðilar hafi verið meðvitaðir um þennan uppsafnaða skort … eða hvað? Á þessum árum var fullkláruð 4.141 íbúð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt Hagstofunni sem gerir um 690 íbúðir á ári. En árleg eftirspurn er um 1.600-1.800 íbúðir á ári. Þarna var strax ljóst í hvað stefndi. Í Kastljósi þann 21. mars var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. En þar kom hann inn á eftirfarandi atriði:1) Þeir töldu að framleiðslan yrði 2001 íbúð árið 2017 en í raun varð framleiðslan 1.598 íbúðir. Þar sem ég reiknaði framleiðni í byggingariðnaði í minni mastersritgerð er áhugavert að sjá hvað rúmlega 20% framleiðniaukning hefði haft mikil áhrif á þessar tölur. Í rannsókn minni kom í ljós að við erum með 66% af framleiðslugetu Noregs. Segjum að við hefðum 80% af framleiðslugetu Noregs, þá hefði þessi spá verið nærri lagi. Þannig að augljóslega skiptir framleiðni miklu máli.2) Framleiðsla á minni íbúðum er dýrari. Vinnustundir aukast um 6% við hverja 10 fermetra minnkun á íbúðum, sem segir að uppbygging á minni íbúðum tekur lengri tíma.3) Hann segist ekki hafa áhyggjur af vinnuaflsskorti í byggingariðnaði. Við erum með frjálst flæði vinnuafls innan EES og því liggur það ljóst fyrir að besta vinnuaflið í Evrópu leitar þangað sem raunlaunin eru hæst og það er ekki á Íslandi, auk þess sem eftirliti með fagskírteinum er mjög ábótavant hérlendis. Í dag gengur mjög erfiðlega að manna byggingariðnaðinn og því finnst mér ákveðið virðingarleysi felast í þessum ummælum. Það tekur langan tíma að ná upp færni og ef menn halda að hvaða Jón sem er geti sinnt þessu þá eru menn á villigötum. Við þurfum 80% meiri tíma til innanhússfrágangs miðað við Noreg en það er akkúrat þessi innanhússfrágangur sem þarfnast hæfni og aukins vinnuhraða sem næst bara með nokkurra ára þjálfun. Þannig að aukning á faglærðu vinnuafli skilar betri árangri.Óraunhæf spá Iðnaðarmenn sem ég tala við daglega eru sammála um að spá Samtaka iðnaðarins sé ekki raunhæf, og þá sérstaklega vegna ruðningsáhrifa af hótelbyggingum og eins og fyrr segir, vegna skorts á faglærðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Þessi atvinnugrein þarf að fá meiri athygli og hefja þarf vinnu við stefnumótun til langs tíma. Við erum ekki sjálfbær með svo fáa iðnaðarmenn og við erum einfaldlega ekki samkeppnishæf um besta vinnuaflið í Evrópu. Við erum með góða iðnaðarmenn en þeir eru bara of fáir til þess að ráða við svona mikla uppbyggingu á svona stuttum tíma. Staðan sem við erum komin í er mjög erfið en því miður verður hún ekki leyst með skyndilausnum og mun staðan því vera erfið áfram næstu árin. Menn verða hins vegar að vera hreinskilnir með þessa stöðu. Það er ekki til neins að búa til væntingar sem standast ekki. Framleiðslugetunni verður ekki breytt eins og hendi sé veifað, en við getum allavega búið okkur undir framtíðina og reynt að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að skrifa meistararitgerð í hagfræði um framleiðni á byggingamarkaði á Íslandi og bera saman við framleiðni á byggingamarkaði í Noregi þá varð mér strax ljóst að erfitt gæti reynst að fá gögn og mikilvægar upplýsingar. Gagnaöflunin tók langan tíma og á tímabili var ég efins um að þetta tækist. En með frábæran leiðbeinanda, dr. Þórólf Matthíasson, tókst þetta að lokum. Fæðingin var sum sé mjög erfið. Til að byrja með fór ég til Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Mér til mikillar furðu þá höfðu þau ekkert velt þessum málum fyrir sér og það sem verra var að mér fannst, þá höfðu þau engan áhuga á viðfangsefninu. Á tyllidögum kjarasamninga er tönglast á því að framleiðni þurfi að aukast svo að ekki sé samið um hækkanir umfram framleiðni. Annars fer það bara út í verðlagið. Jú, það er alveg rétt. En af hverju þetta áhugaleysi gagnvart afkastagetu einstakra starfsgreina? Þegar ég gekk á fund þessara samtaka árið 2015 sýndi ég þeim hvað hefði verið byggt á árunum 2009-2014. Þetta voru tölur beint frá Hagstofunni þannig að ég býst við að þessir aðilar hafi verið meðvitaðir um þennan uppsafnaða skort … eða hvað? Á þessum árum var fullkláruð 4.141 íbúð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt Hagstofunni sem gerir um 690 íbúðir á ári. En árleg eftirspurn er um 1.600-1.800 íbúðir á ári. Þarna var strax ljóst í hvað stefndi. Í Kastljósi þann 21. mars var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. En þar kom hann inn á eftirfarandi atriði:1) Þeir töldu að framleiðslan yrði 2001 íbúð árið 2017 en í raun varð framleiðslan 1.598 íbúðir. Þar sem ég reiknaði framleiðni í byggingariðnaði í minni mastersritgerð er áhugavert að sjá hvað rúmlega 20% framleiðniaukning hefði haft mikil áhrif á þessar tölur. Í rannsókn minni kom í ljós að við erum með 66% af framleiðslugetu Noregs. Segjum að við hefðum 80% af framleiðslugetu Noregs, þá hefði þessi spá verið nærri lagi. Þannig að augljóslega skiptir framleiðni miklu máli.2) Framleiðsla á minni íbúðum er dýrari. Vinnustundir aukast um 6% við hverja 10 fermetra minnkun á íbúðum, sem segir að uppbygging á minni íbúðum tekur lengri tíma.3) Hann segist ekki hafa áhyggjur af vinnuaflsskorti í byggingariðnaði. Við erum með frjálst flæði vinnuafls innan EES og því liggur það ljóst fyrir að besta vinnuaflið í Evrópu leitar þangað sem raunlaunin eru hæst og það er ekki á Íslandi, auk þess sem eftirliti með fagskírteinum er mjög ábótavant hérlendis. Í dag gengur mjög erfiðlega að manna byggingariðnaðinn og því finnst mér ákveðið virðingarleysi felast í þessum ummælum. Það tekur langan tíma að ná upp færni og ef menn halda að hvaða Jón sem er geti sinnt þessu þá eru menn á villigötum. Við þurfum 80% meiri tíma til innanhússfrágangs miðað við Noreg en það er akkúrat þessi innanhússfrágangur sem þarfnast hæfni og aukins vinnuhraða sem næst bara með nokkurra ára þjálfun. Þannig að aukning á faglærðu vinnuafli skilar betri árangri.Óraunhæf spá Iðnaðarmenn sem ég tala við daglega eru sammála um að spá Samtaka iðnaðarins sé ekki raunhæf, og þá sérstaklega vegna ruðningsáhrifa af hótelbyggingum og eins og fyrr segir, vegna skorts á faglærðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Þessi atvinnugrein þarf að fá meiri athygli og hefja þarf vinnu við stefnumótun til langs tíma. Við erum ekki sjálfbær með svo fáa iðnaðarmenn og við erum einfaldlega ekki samkeppnishæf um besta vinnuaflið í Evrópu. Við erum með góða iðnaðarmenn en þeir eru bara of fáir til þess að ráða við svona mikla uppbyggingu á svona stuttum tíma. Staðan sem við erum komin í er mjög erfið en því miður verður hún ekki leyst með skyndilausnum og mun staðan því vera erfið áfram næstu árin. Menn verða hins vegar að vera hreinskilnir með þessa stöðu. Það er ekki til neins að búa til væntingar sem standast ekki. Framleiðslugetunni verður ekki breytt eins og hendi sé veifað, en við getum allavega búið okkur undir framtíðina og reynt að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun