
Breytingar snúast um fólk
Við gerð meistaraverkefnis greinarhöfundar í mannauðsstjórnun 2016 kom í ljós að óvissan hafði markað sín spor í líðan starfsmanna. Tekin voru viðtöl við níu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu. Samkvæmt niðurstöðum fundu viðmælendur fyrir óvissu og vanlíðan, streitu, minnkandi starfsánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt.
Þó viðtölin hafi farið fram rúmum fjórum mánuðum eftir að ráðherra tilkynnti starfsfólki að það héldi störfum sínum í Hafnarfirði ríkti enn óvissa meðal starfsmanna um framhald mála. Mikið var um að viðmælendur nefndu ótta við skipulagsbreytingar sem hefðu bein áhrif á þeirra störf. Margir hverjir báru ekki traust til orða ráðherra varðandi áframhaldandi starf hjá stofnuninni. Ummæli tveggja viðmælenda bentu til kulnunar í starfi.
Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu 11 manns upp vinnunni í beinum tengslum við flutninginn. Þeir sem sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra sem höfðu haft sig upp úr „þessum graut“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Samkvæmt fræðunum má líkja þessu við sorgarmissi sem einstaklingur fer í gegnum við fráfall ættingja eða vinar. Afneitun og reiði sýndu sig í mikilli andstöðu starfsmanna gagnvart breytingunum. Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið sem olli því að sumir viðmælenda treystu sér ekki í samskipti við samstarfsfólk heldur kusu einveru og ró í matartímum.
Sumir starfsmenn upplifðu sig verða fyrir persónuárásum og stjórnendur töldu sig hafa tapað virðingu og trausti starfsmanna. Stjórnendur í viðmælendahópnum voru undir mikilli pressu en töldu það starfsskyldu sína að framfylgja skipunum ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti ákvörðunin ekki góð og upplýsingar væru af skornum skammti. Sumir viðmælenda virtust hafa náð ákveðinni sátt en vonuðust þó til að farið yrði um þá mýkri höndum við framkvæmd næstu skipulagsbreytinga.
Áhrifanna gætti einnig heima
Hræðsla við framhaldið og möguleika á vinnumarkaði einkenndi viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem eldri voru og höfðu ekki mikla starfsreynslu utan stofnunarinnar. Áhrifanna gætti einnig heima fyrir. Umræða um þriggja milljóna króna flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk enda fylgir flutningum sem þessum mikið rót á heimilislíf, starf maka, nám barna og samverustundir með öðrum fjölskyldumeðlimum.
Samkvæmt breytingastjórnun eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir breytingar og skýr markmiðasetning tveir mikilvægir þættir í velgengni breytinga. Þessa þætti og fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn viðmælenda taldi þörf á breytingunum og flestir töldu markmiðið eingöngu pólitískt. Lagaheimildir voru ekki til staðar í upphafi og olli það langri töf á málum. Á meðan var upplýsingastreymi til stjórnenda og starfsmanna af skornum skammti. Allt þetta átti sinn þátt í að ýta undir andstöðu starfsmanna, óvissu og vanlíðan.
Því þarf ekki að undrast fréttir um laun og launatengdan kostnað upp á 25 milljónir vegna uppsagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem kannski hefði mátt koma í veg fyrir með betri undirbúningi en líta má á sem mannúðlega leið til að bæta fyrir það sem á undan er gengið. Fiskistofustjóri áætlar að flest störf verði komin til Akureyrar árið 2025. Áhugavert verður að fylgjast með því hversu margir starfslokasamningar verða gerðir fram að þeim tíma með tilheyrandi kostnaði. Það er mikilvægt að draga af þessu lærdóm og muna að þetta snýst ekki einungis um kostnað, lagaheimildir og pólitík. Þegar upp er staðið snúast allar breytingar um fólk.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar