Breytingar snúast um fólk Sylvía Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt starfstækifæri á landsbyggðinni og pólitík. En hvað með upplifun starfsmanna? Frá tilkynningu í júní 2014 um flutning norður á Akureyri leið rúmt ár þar til endanleg ákvörðun var tekin. Fiskistofustjóri talaði um tímabilið sem „öldurót óvissu“ í ársskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2014. Við gerð meistaraverkefnis greinarhöfundar í mannauðsstjórnun 2016 kom í ljós að óvissan hafði markað sín spor í líðan starfsmanna. Tekin voru viðtöl við níu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu. Samkvæmt niðurstöðum fundu viðmælendur fyrir óvissu og vanlíðan, streitu, minnkandi starfsánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt. Þó viðtölin hafi farið fram rúmum fjórum mánuðum eftir að ráðherra tilkynnti starfsfólki að það héldi störfum sínum í Hafnarfirði ríkti enn óvissa meðal starfsmanna um framhald mála. Mikið var um að viðmælendur nefndu ótta við skipulagsbreytingar sem hefðu bein áhrif á þeirra störf. Margir hverjir báru ekki traust til orða ráðherra varðandi áframhaldandi starf hjá stofnuninni. Ummæli tveggja viðmælenda bentu til kulnunar í starfi. Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu 11 manns upp vinnunni í beinum tengslum við flutninginn. Þeir sem sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra sem höfðu haft sig upp úr „þessum graut“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Samkvæmt fræðunum má líkja þessu við sorgarmissi sem einstaklingur fer í gegnum við fráfall ættingja eða vinar. Afneitun og reiði sýndu sig í mikilli andstöðu starfsmanna gagnvart breytingunum. Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið sem olli því að sumir viðmælenda treystu sér ekki í samskipti við samstarfsfólk heldur kusu einveru og ró í matartímum. Sumir starfsmenn upplifðu sig verða fyrir persónuárásum og stjórnendur töldu sig hafa tapað virðingu og trausti starfsmanna. Stjórnendur í viðmælendahópnum voru undir mikilli pressu en töldu það starfsskyldu sína að framfylgja skipunum ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti ákvörðunin ekki góð og upplýsingar væru af skornum skammti. Sumir viðmælenda virtust hafa náð ákveðinni sátt en vonuðust þó til að farið yrði um þá mýkri höndum við framkvæmd næstu skipulagsbreytinga.Áhrifanna gætti einnig heima Hræðsla við framhaldið og möguleika á vinnumarkaði einkenndi viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem eldri voru og höfðu ekki mikla starfsreynslu utan stofnunarinnar. Áhrifanna gætti einnig heima fyrir. Umræða um þriggja milljóna króna flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk enda fylgir flutningum sem þessum mikið rót á heimilislíf, starf maka, nám barna og samverustundir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Samkvæmt breytingastjórnun eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir breytingar og skýr markmiðasetning tveir mikilvægir þættir í velgengni breytinga. Þessa þætti og fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn viðmælenda taldi þörf á breytingunum og flestir töldu markmiðið eingöngu pólitískt. Lagaheimildir voru ekki til staðar í upphafi og olli það langri töf á málum. Á meðan var upplýsingastreymi til stjórnenda og starfsmanna af skornum skammti. Allt þetta átti sinn þátt í að ýta undir andstöðu starfsmanna, óvissu og vanlíðan. Því þarf ekki að undrast fréttir um laun og launatengdan kostnað upp á 25 milljónir vegna uppsagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem kannski hefði mátt koma í veg fyrir með betri undirbúningi en líta má á sem mannúðlega leið til að bæta fyrir það sem á undan er gengið. Fiskistofustjóri áætlar að flest störf verði komin til Akureyrar árið 2025. Áhugavert verður að fylgjast með því hversu margir starfslokasamningar verða gerðir fram að þeim tíma með tilheyrandi kostnaði. Það er mikilvægt að draga af þessu lærdóm og muna að þetta snýst ekki einungis um kostnað, lagaheimildir og pólitík. Þegar upp er staðið snúast allar breytingar um fólk. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt starfstækifæri á landsbyggðinni og pólitík. En hvað með upplifun starfsmanna? Frá tilkynningu í júní 2014 um flutning norður á Akureyri leið rúmt ár þar til endanleg ákvörðun var tekin. Fiskistofustjóri talaði um tímabilið sem „öldurót óvissu“ í ársskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2014. Við gerð meistaraverkefnis greinarhöfundar í mannauðsstjórnun 2016 kom í ljós að óvissan hafði markað sín spor í líðan starfsmanna. Tekin voru viðtöl við níu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu. Samkvæmt niðurstöðum fundu viðmælendur fyrir óvissu og vanlíðan, streitu, minnkandi starfsánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt. Þó viðtölin hafi farið fram rúmum fjórum mánuðum eftir að ráðherra tilkynnti starfsfólki að það héldi störfum sínum í Hafnarfirði ríkti enn óvissa meðal starfsmanna um framhald mála. Mikið var um að viðmælendur nefndu ótta við skipulagsbreytingar sem hefðu bein áhrif á þeirra störf. Margir hverjir báru ekki traust til orða ráðherra varðandi áframhaldandi starf hjá stofnuninni. Ummæli tveggja viðmælenda bentu til kulnunar í starfi. Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu 11 manns upp vinnunni í beinum tengslum við flutninginn. Þeir sem sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra sem höfðu haft sig upp úr „þessum graut“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Samkvæmt fræðunum má líkja þessu við sorgarmissi sem einstaklingur fer í gegnum við fráfall ættingja eða vinar. Afneitun og reiði sýndu sig í mikilli andstöðu starfsmanna gagnvart breytingunum. Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið sem olli því að sumir viðmælenda treystu sér ekki í samskipti við samstarfsfólk heldur kusu einveru og ró í matartímum. Sumir starfsmenn upplifðu sig verða fyrir persónuárásum og stjórnendur töldu sig hafa tapað virðingu og trausti starfsmanna. Stjórnendur í viðmælendahópnum voru undir mikilli pressu en töldu það starfsskyldu sína að framfylgja skipunum ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti ákvörðunin ekki góð og upplýsingar væru af skornum skammti. Sumir viðmælenda virtust hafa náð ákveðinni sátt en vonuðust þó til að farið yrði um þá mýkri höndum við framkvæmd næstu skipulagsbreytinga.Áhrifanna gætti einnig heima Hræðsla við framhaldið og möguleika á vinnumarkaði einkenndi viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem eldri voru og höfðu ekki mikla starfsreynslu utan stofnunarinnar. Áhrifanna gætti einnig heima fyrir. Umræða um þriggja milljóna króna flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk enda fylgir flutningum sem þessum mikið rót á heimilislíf, starf maka, nám barna og samverustundir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Samkvæmt breytingastjórnun eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir breytingar og skýr markmiðasetning tveir mikilvægir þættir í velgengni breytinga. Þessa þætti og fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn viðmælenda taldi þörf á breytingunum og flestir töldu markmiðið eingöngu pólitískt. Lagaheimildir voru ekki til staðar í upphafi og olli það langri töf á málum. Á meðan var upplýsingastreymi til stjórnenda og starfsmanna af skornum skammti. Allt þetta átti sinn þátt í að ýta undir andstöðu starfsmanna, óvissu og vanlíðan. Því þarf ekki að undrast fréttir um laun og launatengdan kostnað upp á 25 milljónir vegna uppsagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem kannski hefði mátt koma í veg fyrir með betri undirbúningi en líta má á sem mannúðlega leið til að bæta fyrir það sem á undan er gengið. Fiskistofustjóri áætlar að flest störf verði komin til Akureyrar árið 2025. Áhugavert verður að fylgjast með því hversu margir starfslokasamningar verða gerðir fram að þeim tíma með tilheyrandi kostnaði. Það er mikilvægt að draga af þessu lærdóm og muna að þetta snýst ekki einungis um kostnað, lagaheimildir og pólitík. Þegar upp er staðið snúast allar breytingar um fólk. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar