Breytingar snúast um fólk Sylvía Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt starfstækifæri á landsbyggðinni og pólitík. En hvað með upplifun starfsmanna? Frá tilkynningu í júní 2014 um flutning norður á Akureyri leið rúmt ár þar til endanleg ákvörðun var tekin. Fiskistofustjóri talaði um tímabilið sem „öldurót óvissu“ í ársskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2014. Við gerð meistaraverkefnis greinarhöfundar í mannauðsstjórnun 2016 kom í ljós að óvissan hafði markað sín spor í líðan starfsmanna. Tekin voru viðtöl við níu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu. Samkvæmt niðurstöðum fundu viðmælendur fyrir óvissu og vanlíðan, streitu, minnkandi starfsánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt. Þó viðtölin hafi farið fram rúmum fjórum mánuðum eftir að ráðherra tilkynnti starfsfólki að það héldi störfum sínum í Hafnarfirði ríkti enn óvissa meðal starfsmanna um framhald mála. Mikið var um að viðmælendur nefndu ótta við skipulagsbreytingar sem hefðu bein áhrif á þeirra störf. Margir hverjir báru ekki traust til orða ráðherra varðandi áframhaldandi starf hjá stofnuninni. Ummæli tveggja viðmælenda bentu til kulnunar í starfi. Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu 11 manns upp vinnunni í beinum tengslum við flutninginn. Þeir sem sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra sem höfðu haft sig upp úr „þessum graut“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Samkvæmt fræðunum má líkja þessu við sorgarmissi sem einstaklingur fer í gegnum við fráfall ættingja eða vinar. Afneitun og reiði sýndu sig í mikilli andstöðu starfsmanna gagnvart breytingunum. Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið sem olli því að sumir viðmælenda treystu sér ekki í samskipti við samstarfsfólk heldur kusu einveru og ró í matartímum. Sumir starfsmenn upplifðu sig verða fyrir persónuárásum og stjórnendur töldu sig hafa tapað virðingu og trausti starfsmanna. Stjórnendur í viðmælendahópnum voru undir mikilli pressu en töldu það starfsskyldu sína að framfylgja skipunum ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti ákvörðunin ekki góð og upplýsingar væru af skornum skammti. Sumir viðmælenda virtust hafa náð ákveðinni sátt en vonuðust þó til að farið yrði um þá mýkri höndum við framkvæmd næstu skipulagsbreytinga.Áhrifanna gætti einnig heima Hræðsla við framhaldið og möguleika á vinnumarkaði einkenndi viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem eldri voru og höfðu ekki mikla starfsreynslu utan stofnunarinnar. Áhrifanna gætti einnig heima fyrir. Umræða um þriggja milljóna króna flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk enda fylgir flutningum sem þessum mikið rót á heimilislíf, starf maka, nám barna og samverustundir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Samkvæmt breytingastjórnun eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir breytingar og skýr markmiðasetning tveir mikilvægir þættir í velgengni breytinga. Þessa þætti og fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn viðmælenda taldi þörf á breytingunum og flestir töldu markmiðið eingöngu pólitískt. Lagaheimildir voru ekki til staðar í upphafi og olli það langri töf á málum. Á meðan var upplýsingastreymi til stjórnenda og starfsmanna af skornum skammti. Allt þetta átti sinn þátt í að ýta undir andstöðu starfsmanna, óvissu og vanlíðan. Því þarf ekki að undrast fréttir um laun og launatengdan kostnað upp á 25 milljónir vegna uppsagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem kannski hefði mátt koma í veg fyrir með betri undirbúningi en líta má á sem mannúðlega leið til að bæta fyrir það sem á undan er gengið. Fiskistofustjóri áætlar að flest störf verði komin til Akureyrar árið 2025. Áhugavert verður að fylgjast með því hversu margir starfslokasamningar verða gerðir fram að þeim tíma með tilheyrandi kostnaði. Það er mikilvægt að draga af þessu lærdóm og muna að þetta snýst ekki einungis um kostnað, lagaheimildir og pólitík. Þegar upp er staðið snúast allar breytingar um fólk. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt starfstækifæri á landsbyggðinni og pólitík. En hvað með upplifun starfsmanna? Frá tilkynningu í júní 2014 um flutning norður á Akureyri leið rúmt ár þar til endanleg ákvörðun var tekin. Fiskistofustjóri talaði um tímabilið sem „öldurót óvissu“ í ársskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2014. Við gerð meistaraverkefnis greinarhöfundar í mannauðsstjórnun 2016 kom í ljós að óvissan hafði markað sín spor í líðan starfsmanna. Tekin voru viðtöl við níu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu. Samkvæmt niðurstöðum fundu viðmælendur fyrir óvissu og vanlíðan, streitu, minnkandi starfsánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt. Þó viðtölin hafi farið fram rúmum fjórum mánuðum eftir að ráðherra tilkynnti starfsfólki að það héldi störfum sínum í Hafnarfirði ríkti enn óvissa meðal starfsmanna um framhald mála. Mikið var um að viðmælendur nefndu ótta við skipulagsbreytingar sem hefðu bein áhrif á þeirra störf. Margir hverjir báru ekki traust til orða ráðherra varðandi áframhaldandi starf hjá stofnuninni. Ummæli tveggja viðmælenda bentu til kulnunar í starfi. Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu 11 manns upp vinnunni í beinum tengslum við flutninginn. Þeir sem sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra sem höfðu haft sig upp úr „þessum graut“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Samkvæmt fræðunum má líkja þessu við sorgarmissi sem einstaklingur fer í gegnum við fráfall ættingja eða vinar. Afneitun og reiði sýndu sig í mikilli andstöðu starfsmanna gagnvart breytingunum. Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið sem olli því að sumir viðmælenda treystu sér ekki í samskipti við samstarfsfólk heldur kusu einveru og ró í matartímum. Sumir starfsmenn upplifðu sig verða fyrir persónuárásum og stjórnendur töldu sig hafa tapað virðingu og trausti starfsmanna. Stjórnendur í viðmælendahópnum voru undir mikilli pressu en töldu það starfsskyldu sína að framfylgja skipunum ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti ákvörðunin ekki góð og upplýsingar væru af skornum skammti. Sumir viðmælenda virtust hafa náð ákveðinni sátt en vonuðust þó til að farið yrði um þá mýkri höndum við framkvæmd næstu skipulagsbreytinga.Áhrifanna gætti einnig heima Hræðsla við framhaldið og möguleika á vinnumarkaði einkenndi viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem eldri voru og höfðu ekki mikla starfsreynslu utan stofnunarinnar. Áhrifanna gætti einnig heima fyrir. Umræða um þriggja milljóna króna flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk enda fylgir flutningum sem þessum mikið rót á heimilislíf, starf maka, nám barna og samverustundir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Samkvæmt breytingastjórnun eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir breytingar og skýr markmiðasetning tveir mikilvægir þættir í velgengni breytinga. Þessa þætti og fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn viðmælenda taldi þörf á breytingunum og flestir töldu markmiðið eingöngu pólitískt. Lagaheimildir voru ekki til staðar í upphafi og olli það langri töf á málum. Á meðan var upplýsingastreymi til stjórnenda og starfsmanna af skornum skammti. Allt þetta átti sinn þátt í að ýta undir andstöðu starfsmanna, óvissu og vanlíðan. Því þarf ekki að undrast fréttir um laun og launatengdan kostnað upp á 25 milljónir vegna uppsagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem kannski hefði mátt koma í veg fyrir með betri undirbúningi en líta má á sem mannúðlega leið til að bæta fyrir það sem á undan er gengið. Fiskistofustjóri áætlar að flest störf verði komin til Akureyrar árið 2025. Áhugavert verður að fylgjast með því hversu margir starfslokasamningar verða gerðir fram að þeim tíma með tilheyrandi kostnaði. Það er mikilvægt að draga af þessu lærdóm og muna að þetta snýst ekki einungis um kostnað, lagaheimildir og pólitík. Þegar upp er staðið snúast allar breytingar um fólk. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun