Rangfærslur dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun