Opið bréf til forystu menntamála í landinu Guðríður Arnardóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun