Samningurinn við Snapchat afsal á friðhelgi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 09:00 María Rún Bjarnadóttir. Vísir/Ernir Þegar einstaklingar samþykkja notendaskilmála hinna ýmissu smáforrita og samfélagsmiðla eru þeir oft að samþykkja lægri viðmið til persónuverndar en gilda hér á landi. Í einhverjum tilfellum samþykkir fólk að veita fyrirtækjum aðgengi að öllu efni sem fer í gegnum miðil þeirra. María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir að fólk undirgangist takmarkanir á friðhelgi sinni. „Fólk er að samþykkja lægri viðmið heldur en gilda á Íslandi. Út af evrópskum persónuverndarlögum sem eru innleidd í íslenskan rétt í gegnum íslensk persónuverndarlög þá þarftu meiri leyfi fyrir vinnslu á upplýsingum. Vinnsla á upplýsingum er til dæmis þegar Facebook er að safna upplýsingum um hvað þú ert að læka. En svo af því að þú ert búin að samþykkja skilmálana þeirra þá samþykkirðu að þeir fylgi þeirri persónuverndarlöggjöf sem hentar þeirra starfsemi á hverjum tíma,“ segir María Rún í samtali við Vísi.Fólk ekki vel upplýst um skilmálana „Eins og til dæmis Snapchat, þeir segja það hreint út í nýjustu skilmálauppfærslunni sinni að þú samþykkir að persónuupplýsingar þínar gæti verið unnar eftir veikari viðmiðum heldur en gilda um vinnslu persónuupplýsinga í landinu þínu. Með því ertu að samþykkja lægri viðmið á persónuvernd. Persónuvernd er náttúrulega klár mannréttindi. Þannig að við erum að undirgangast takmarkanir á friðhelgi okkar á þessum viðskiptaskilmálum fyrirtækjanna án þess að kannski vera neitt sérstaklega upplýst um það.“ Sem dæmi um hve umfangsmiklir notendaskilmálar eru nefnir María upplestur norsku neytendasamtakanna. Í maí á síðasta ári tóku samtökin upp á því að lesa upp notendaskilmála þeirra 33 smáforrita sem voru vinsælust í Noregi á þeim tíma. Þar á meðal voru Netflix, YouTube, Facebook, Instagram og Skype. Upplesturinn tók 31 klukkutíma og 49 mínútur. „Maður upplifir þetta sem einhvern svona listrænan gjörning. Þetta verður absúrd af því að þeir sitja í marga sólarhringa að lesa þetta. Enginn gerir það,“ segir María.We made it! 33 app´s T&C in 31:49:11 #appfail pic.twitter.com/uKYOh1JH6Z— Forbrukerrådet (@Forbrukerradet) May 25, 2016 En hvað er fólk að samþykkja þegar það samþykkir til dæmis skilmála smáforritsins Snapchat? „Þú ert í rauninni búinn að framselja þeim nánast fulla stjórn á öllu efni sem þú býrð til. Þú heimilar þeim að nota allt efni. Allt sem þú sendir í gegnum Snapchat getur fyrirtækið tekið og notað í auglýsingum fyrir sig. Það eru engar takmarkanir þar á,“ segir María. „Þeir taka það fram í skilmálunum sínum að ef þeir meta það þannig þá geta þeir fylgst með efninu sem þú ert að setja inn. Þeir tilkynna þér ekkert um það. En ef þú værir í Evrópu þá gætu þeir ekki verið að fylgjast með þér án þess að láta þig vita, það þyrfti að tilkynna viðfanginu. Þeir eru með alls konar, þeir segja að þeir loki á þjónustuna þegar þeim sýnist og þeir þurfa ekkert að tilkynna það fyrir fram eða gefa ástæðu.“ Þá segir María jafnframt að í skilmálum Snapchat standi að fólk megi ekki senda skaðlegt efni eða efni sem brjóti á réttindum annarra, til að myndir nektarmyndir í óþökk fólks. „Það í sjálfu sér varðar við að þeir loki aðganginum þínum, en þeir vilja bara meta það sjálfir. Með því að færa þetta allt yfir í stjórn fyrirtækjanna þá er í raun og veru verið að. Það sem er að gerast er að það er verið að fjarlægja þetta úr stjórn ríkjanna. Það er verið að fjarlægja mannréttindaskuldbindingar ríkjanna sem þær hafa gagnvart sínum þegnum. Íslenska ríkið hefur engin tæki til að hafa einhverja skoðun á því hvernig Snapchat er að stjórna sinni viðskiptastarfsemi, þó að þetta sé mikið notað af Íslendingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Þegar einstaklingar samþykkja notendaskilmála hinna ýmissu smáforrita og samfélagsmiðla eru þeir oft að samþykkja lægri viðmið til persónuverndar en gilda hér á landi. Í einhverjum tilfellum samþykkir fólk að veita fyrirtækjum aðgengi að öllu efni sem fer í gegnum miðil þeirra. María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir að fólk undirgangist takmarkanir á friðhelgi sinni. „Fólk er að samþykkja lægri viðmið heldur en gilda á Íslandi. Út af evrópskum persónuverndarlögum sem eru innleidd í íslenskan rétt í gegnum íslensk persónuverndarlög þá þarftu meiri leyfi fyrir vinnslu á upplýsingum. Vinnsla á upplýsingum er til dæmis þegar Facebook er að safna upplýsingum um hvað þú ert að læka. En svo af því að þú ert búin að samþykkja skilmálana þeirra þá samþykkirðu að þeir fylgi þeirri persónuverndarlöggjöf sem hentar þeirra starfsemi á hverjum tíma,“ segir María Rún í samtali við Vísi.Fólk ekki vel upplýst um skilmálana „Eins og til dæmis Snapchat, þeir segja það hreint út í nýjustu skilmálauppfærslunni sinni að þú samþykkir að persónuupplýsingar þínar gæti verið unnar eftir veikari viðmiðum heldur en gilda um vinnslu persónuupplýsinga í landinu þínu. Með því ertu að samþykkja lægri viðmið á persónuvernd. Persónuvernd er náttúrulega klár mannréttindi. Þannig að við erum að undirgangast takmarkanir á friðhelgi okkar á þessum viðskiptaskilmálum fyrirtækjanna án þess að kannski vera neitt sérstaklega upplýst um það.“ Sem dæmi um hve umfangsmiklir notendaskilmálar eru nefnir María upplestur norsku neytendasamtakanna. Í maí á síðasta ári tóku samtökin upp á því að lesa upp notendaskilmála þeirra 33 smáforrita sem voru vinsælust í Noregi á þeim tíma. Þar á meðal voru Netflix, YouTube, Facebook, Instagram og Skype. Upplesturinn tók 31 klukkutíma og 49 mínútur. „Maður upplifir þetta sem einhvern svona listrænan gjörning. Þetta verður absúrd af því að þeir sitja í marga sólarhringa að lesa þetta. Enginn gerir það,“ segir María.We made it! 33 app´s T&C in 31:49:11 #appfail pic.twitter.com/uKYOh1JH6Z— Forbrukerrådet (@Forbrukerradet) May 25, 2016 En hvað er fólk að samþykkja þegar það samþykkir til dæmis skilmála smáforritsins Snapchat? „Þú ert í rauninni búinn að framselja þeim nánast fulla stjórn á öllu efni sem þú býrð til. Þú heimilar þeim að nota allt efni. Allt sem þú sendir í gegnum Snapchat getur fyrirtækið tekið og notað í auglýsingum fyrir sig. Það eru engar takmarkanir þar á,“ segir María. „Þeir taka það fram í skilmálunum sínum að ef þeir meta það þannig þá geta þeir fylgst með efninu sem þú ert að setja inn. Þeir tilkynna þér ekkert um það. En ef þú værir í Evrópu þá gætu þeir ekki verið að fylgjast með þér án þess að láta þig vita, það þyrfti að tilkynna viðfanginu. Þeir eru með alls konar, þeir segja að þeir loki á þjónustuna þegar þeim sýnist og þeir þurfa ekkert að tilkynna það fyrir fram eða gefa ástæðu.“ Þá segir María jafnframt að í skilmálum Snapchat standi að fólk megi ekki senda skaðlegt efni eða efni sem brjóti á réttindum annarra, til að myndir nektarmyndir í óþökk fólks. „Það í sjálfu sér varðar við að þeir loki aðganginum þínum, en þeir vilja bara meta það sjálfir. Með því að færa þetta allt yfir í stjórn fyrirtækjanna þá er í raun og veru verið að. Það sem er að gerast er að það er verið að fjarlægja þetta úr stjórn ríkjanna. Það er verið að fjarlægja mannréttindaskuldbindingar ríkjanna sem þær hafa gagnvart sínum þegnum. Íslenska ríkið hefur engin tæki til að hafa einhverja skoðun á því hvernig Snapchat er að stjórna sinni viðskiptastarfsemi, þó að þetta sé mikið notað af Íslendingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira