Ræddum við ráðherrann Ellert B. Schram skrifar 22. mars 2017 07:00 Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar