Ræddum við ráðherrann Ellert B. Schram skrifar 22. mars 2017 07:00 Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun