Lausnin í umferðarteppu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 16:09 Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent