Þingkona hrökklast af Facebook Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 16:00 Nichole segist ekki enn hafa lært að vera klókur stjórnmálamaður, hún vilji vera einlæg en það geti reynst erfitt að sameina það, einkalíf og svo líf þingmanns. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lokað Facebook-reikningi sínum. Hún segir svo frá að níu ára sonur hennar hafi opnað Facebook og séð þar svívirðingar um móður sína. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ segir Nichole í samtali við Vísi.Mikil reiði í samfélaginuÞingkonan segir að við öll höfum frjálst val, hvort við viljum vera á Facebook eða ekki og hún hafi það á tilfinningunni að mörg þeirra ummæla sem hún fékk yfir sig á Facebook hafi minnst með málefnin að gera heldur hafi þau verið persónulegar svívirðingar sem beindust gegn henni. Mikil reiði hefur látið á sér kræla í samfélaginu, nú síðast eftir að Mikael Torfason rithöfundur, opnaði umræðu um fátækt á Íslandi. Hann fór yfir málið í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og seinna í Silfri Ríkisútvarpsins. Nicole tjáði sig um málið og fram kom meðal annars að hún teldi RÚV hafa gefið Mikael of mikið rými sem og Mikael tali of einhliða um fátækt.Snúið út úr orðum hennarNichole segir að um sé að ræða útúrsnúning sem ef til vill megi rekja til þess að hún hafi ekki fullkomið vald á íslenskunni. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég ætti að senda allt sem frá mér fer í yfirlestur? Ég viðurkenni það að íslenska mín er ekki fullkomin. Ég var til dæmis ekki að gagnrýna RUV. En, einhvern veginn varð sú fyrirsögn til. Og þá kom fram að ég hafi unnið með fjölskyldu í níu ár, þeirri sem Mikael gerði að umtalsefni, en ég var að tala um að ég hafi unnið með fjölskyldum sem eru í svipuðum aðstæðum,“ segir Nichole og nefnir dæmi um fréttir sem reynst hafa umdeildar að undanförnu. Ummælin á Facebook voru svæsin, gróf og þau má sum hver finna í athugasemdakerfi fréttamiðla við umræddar fréttir.Einfalt að snúa útúr fyrir NicholeNichole segir einfalt fyrir fólk að túlka orð sín út og suður og snúa útúr. Sjálf veltir hún nú fyrir sér stöðu sinni sem þingmaður. Hún vilji gjarnan vera opin og einlæg en það geti verið flókið samspil að greina á milli þess, starfs þingmannsins og svo einkalífs. „Ég er alls ekki að reyna að teikna mig upp sem fórnarlamb. Það er ég ekki. En, ég þarf að velta fyrir mér stöðu minn á Facebook og hvernig hún samræmist starfi mínu sem þingmaður. Það er mikilvægt starf og ég vil láta gott af mér leiða. En, það er mikil reiði út í ríkisstjórnina og stjórnmálamenn almennt og ég virðist vera upplagt skotmark núna,“ segir Nichole, sem ítrekar að hún sé ekki fórnarlamb.Langar að vera einlægÞingkonan segir það vissulega óþægilegt að vera ekki á Facebook. Þar eru ýmsir hópar sem hún þarf að fylgjast með, svo sem lokaður hópur Bjartrar framtíðar þar sem skipst er á upplýsingum. Hún sé ekki horfin af samfélagsmiðlum að eilífu, hún sé aðeins að velta fyrir sér þessari nýju stöðu. „Ég er pínulítið naíve. Ég hef ekki enn lært að vera klókur stjórnmálamaður. Mig langar að vera einlæg, mig langar að vera heiðarleg og mig langar ekki að fela mig gagnvart fólki og fjölmiðlum. En, ég þarf að finna út hversu opinn þingmaður má vera og ég get ekki boðið fjölskyldu minni að líða fyrir þessa reiði fólksins. Ég er ekki þessi manneskja sem verið er að tala um þar.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lokað Facebook-reikningi sínum. Hún segir svo frá að níu ára sonur hennar hafi opnað Facebook og séð þar svívirðingar um móður sína. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ segir Nichole í samtali við Vísi.Mikil reiði í samfélaginuÞingkonan segir að við öll höfum frjálst val, hvort við viljum vera á Facebook eða ekki og hún hafi það á tilfinningunni að mörg þeirra ummæla sem hún fékk yfir sig á Facebook hafi minnst með málefnin að gera heldur hafi þau verið persónulegar svívirðingar sem beindust gegn henni. Mikil reiði hefur látið á sér kræla í samfélaginu, nú síðast eftir að Mikael Torfason rithöfundur, opnaði umræðu um fátækt á Íslandi. Hann fór yfir málið í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og seinna í Silfri Ríkisútvarpsins. Nicole tjáði sig um málið og fram kom meðal annars að hún teldi RÚV hafa gefið Mikael of mikið rými sem og Mikael tali of einhliða um fátækt.Snúið út úr orðum hennarNichole segir að um sé að ræða útúrsnúning sem ef til vill megi rekja til þess að hún hafi ekki fullkomið vald á íslenskunni. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég ætti að senda allt sem frá mér fer í yfirlestur? Ég viðurkenni það að íslenska mín er ekki fullkomin. Ég var til dæmis ekki að gagnrýna RUV. En, einhvern veginn varð sú fyrirsögn til. Og þá kom fram að ég hafi unnið með fjölskyldu í níu ár, þeirri sem Mikael gerði að umtalsefni, en ég var að tala um að ég hafi unnið með fjölskyldum sem eru í svipuðum aðstæðum,“ segir Nichole og nefnir dæmi um fréttir sem reynst hafa umdeildar að undanförnu. Ummælin á Facebook voru svæsin, gróf og þau má sum hver finna í athugasemdakerfi fréttamiðla við umræddar fréttir.Einfalt að snúa útúr fyrir NicholeNichole segir einfalt fyrir fólk að túlka orð sín út og suður og snúa útúr. Sjálf veltir hún nú fyrir sér stöðu sinni sem þingmaður. Hún vilji gjarnan vera opin og einlæg en það geti verið flókið samspil að greina á milli þess, starfs þingmannsins og svo einkalífs. „Ég er alls ekki að reyna að teikna mig upp sem fórnarlamb. Það er ég ekki. En, ég þarf að velta fyrir mér stöðu minn á Facebook og hvernig hún samræmist starfi mínu sem þingmaður. Það er mikilvægt starf og ég vil láta gott af mér leiða. En, það er mikil reiði út í ríkisstjórnina og stjórnmálamenn almennt og ég virðist vera upplagt skotmark núna,“ segir Nichole, sem ítrekar að hún sé ekki fórnarlamb.Langar að vera einlægÞingkonan segir það vissulega óþægilegt að vera ekki á Facebook. Þar eru ýmsir hópar sem hún þarf að fylgjast með, svo sem lokaður hópur Bjartrar framtíðar þar sem skipst er á upplýsingum. Hún sé ekki horfin af samfélagsmiðlum að eilífu, hún sé aðeins að velta fyrir sér þessari nýju stöðu. „Ég er pínulítið naíve. Ég hef ekki enn lært að vera klókur stjórnmálamaður. Mig langar að vera einlæg, mig langar að vera heiðarleg og mig langar ekki að fela mig gagnvart fólki og fjölmiðlum. En, ég þarf að finna út hversu opinn þingmaður má vera og ég get ekki boðið fjölskyldu minni að líða fyrir þessa reiði fólksins. Ég er ekki þessi manneskja sem verið er að tala um þar.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira