Aldraðir saka rekstrarfélag um hótanir Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:12 Aldraðir íbúar í þjónustu- og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi saka rekstrarfélagið um hótanir í sinn garð eftir að félagið tapaði dómsmáli sem þeir höfðuðu. Félagið hefur gefið íbúum frest til mánaðamóta til að skrifa undir nýja leigusamninga og afsala sér um leið öllum kröfum á félagið. Um að ræða íbúðir sem Naustavör á við Boðaþing í Kópavogi en félagið er í eigu Sjómannadagsráðs og rekið samhliða Hrafnistu. Hópur íbúa sakaði félagið um að nota hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði og krafðist þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Kærunefnd húsnæðimála tók undir kvartanir íbúa en þeir þurftu þó að lokum að leita til dómstóla. Héraðsdómur dæmdi í málinu í síðasta mánuði og féllst á allar kröfur íbúa og þarf Naustavör að endurgreiða oftekin húsgjöld fjögur ár aftur í tímann. Í síðustu viku sendir rekstrarfélagið bréf á alla íbúa þar sem þeim er gefin ein vika til að skrifa undir nýjan leigusamning og falla ennfremur frá kröfu um endurgreiðslu á hússjóði. Þeir sem ekki skrifa undir fá uppsögn á leigusamningi. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur talað við eru afar reiðir vegna þessa og saka fyrirtækið um hótanir. Pétur Kjartansson lögfræðingur sem hefur aðstoðað íbúana í málinu segir að aðgerðir rekstrarfélagsins séu ólöglegar. Hann furðar sig ennfremur á því að félagið ætli sér ekki að virða niðurstöðu dómstóla. „Núna stillir Naustavör því samt þannig upp að ef menn falla ekki frá þeim kröfum sem búið er að dæma þeim þá verða þeir reknir úr húsnæðinu,“ segir Pétur. Hann segir að íbúarnir séu í erfiðri stöðu og vilji ekki yfirgefa íbúðir sínar. „Þarna er verið að níðast á þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir þetta erfitt mál fyrir félagið sem sé rekið án allra arðsemismarkmiða. Hins vegar þurfi að breyta leigusamningi út af niðurstöðu héraðsdóms til að ekki þurfi að draga úr þjónustu við íbúa. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Aldraðir íbúar í þjónustu- og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi saka rekstrarfélagið um hótanir í sinn garð eftir að félagið tapaði dómsmáli sem þeir höfðuðu. Félagið hefur gefið íbúum frest til mánaðamóta til að skrifa undir nýja leigusamninga og afsala sér um leið öllum kröfum á félagið. Um að ræða íbúðir sem Naustavör á við Boðaþing í Kópavogi en félagið er í eigu Sjómannadagsráðs og rekið samhliða Hrafnistu. Hópur íbúa sakaði félagið um að nota hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði og krafðist þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Kærunefnd húsnæðimála tók undir kvartanir íbúa en þeir þurftu þó að lokum að leita til dómstóla. Héraðsdómur dæmdi í málinu í síðasta mánuði og féllst á allar kröfur íbúa og þarf Naustavör að endurgreiða oftekin húsgjöld fjögur ár aftur í tímann. Í síðustu viku sendir rekstrarfélagið bréf á alla íbúa þar sem þeim er gefin ein vika til að skrifa undir nýjan leigusamning og falla ennfremur frá kröfu um endurgreiðslu á hússjóði. Þeir sem ekki skrifa undir fá uppsögn á leigusamningi. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur talað við eru afar reiðir vegna þessa og saka fyrirtækið um hótanir. Pétur Kjartansson lögfræðingur sem hefur aðstoðað íbúana í málinu segir að aðgerðir rekstrarfélagsins séu ólöglegar. Hann furðar sig ennfremur á því að félagið ætli sér ekki að virða niðurstöðu dómstóla. „Núna stillir Naustavör því samt þannig upp að ef menn falla ekki frá þeim kröfum sem búið er að dæma þeim þá verða þeir reknir úr húsnæðinu,“ segir Pétur. Hann segir að íbúarnir séu í erfiðri stöðu og vilji ekki yfirgefa íbúðir sínar. „Þarna er verið að níðast á þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir þetta erfitt mál fyrir félagið sem sé rekið án allra arðsemismarkmiða. Hins vegar þurfi að breyta leigusamningi út af niðurstöðu héraðsdóms til að ekki þurfi að draga úr þjónustu við íbúa.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira