Handbolti

Valsmenn í góðri stöðu eftir sigur í Serbíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson er annar þjálfara Vals.
Óskar Bjarni Óskarsson er annar þjálfara Vals.
Valsmenn unnu frábæran þriggja marka sigur á Sloga frá Serbíu 30-27 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í dag en seinni leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í næstu viku.

Heimamenn í Sloga voru sterkari framan og leiddu lengst af í fyrri hálfleik  en munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik 15-14, heimamönnum í vil. Í seinni hálfleik voru það hinsvegar Valsmenn sem stýrðu umferðinni.

Náðu þeir fljótlega forskotinu og héldu góðu forskoti á lokasprettinum en Valsmenn unnu að lokum seinni hálfleikinn 16-12 og tryggði það þeim þriggja marka sigur fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í Valshöllinni á laugardaginn kemur.

Fari svo að Valsmönnum takist að komast áfram á laugardaginn mæta þeir annað hvort AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu eða HB Dudelange frá Lúxemborg í undanúrslitum Áskorendamótaraðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×