Vandi hinnar óstöðugu krónu – greinum vandann Efnahagsnefnd Viðreisnar skrifar 28. mars 2017 07:00 Sú stjórn er tók við völdum í janúar hefur m.a. sett sér það markmið að minnka vaxtakostnað hér á landi sem er mun þyngri fyrir heimili og atvinnulíf en í öðrum löndum. Jafnframt er heitið að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar, en þær hafa stuðlað að óstöðugleika og skýra að nokkru hvers vegna vextir hérlendis eru að jafnaði mun hærri en í okkar helstu viðmiðunarlöndum. Fleira kemur einnig til s.s. smæð gjaldmiðilsins og óstöðugleiki í ríkisfjármálum og útflutningstekjum. Nýverið var skipuð verkefnisstjórn til að endurmeta peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands. Hún skal kanna hvaða umbætur hægt er að gera á núverandi peningastefnu, sem og að meta hvaða aðrar útfærslur á gengisstefnu koma til greina, svo sem hefðbundið fastgengi eða fastgengi í formi myntráðs. Í þessari vinnu er afar mikilvægt að opin og hleypidómalaus umræða fari fram um kosti og galla mismunandi leiða í peningamálum, þ.m.t. atriði er varða alla kostnaðarþætti viðkomandi peningastefnu – sem ekki hefur verið gert til þessa. Þetta er brýnt þar sem fagleg og rétt greining er forsenda árangursríkrar stefnumótunar. Almenningur á rétt á því að vita meira um þessi mál þar sem kostnaður núverandi peningastefnu er umtalsverður og varðar bæði fólk og fyrirtæki. Allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar hefur stjórn peningamála á Íslandi verið í ólestri og gengi krónunnar verið fellt til að rétta af þjóðarskútuna eftir efnahagsleg áföll sem oftar en ekki stöfuðu af mistökum í hagstjórn. Eftir mikið fall krónunnar kringum hrun hefur krónan styrkst aftur. Síðastliðin tvö ár hefur gengi hennar hækkað um 35% gagnvart sterlingspundi, um 22% gagnvart evru og um 20% gagnvart Bandaríkjadal þrátt fyrir mikil inngrip Seðlabankans.Veikir samkeppnisstöðu Þessi gengishækkun veldur vanda hjá útflutningsgreinum, ekki síst sjávarútvegi, sprotafyrirtækjum og ferðaþjónustu, til viðbótar við háa vexti hér á landi. Þetta veikir samkeppnisaðstöðu landsins og hætta er á að grafið sé undan stöðugleika og sjálfbærum hagvexti og kaupmætti til lengri tíma. Hæpið er að reikna með að niðursveiflur séu úr sögunni þótt vel ári í bili. Þær raddir gerast nú háværari að íslensk stjórnvöld grípi í taumana og reyni að spyrna við fótum gagnvart frekari styrkingu krónunnar. Hvernig ætti að gera það í núverandi peningakerfi án verulegs kostnaðar er hins vegar ekki augljóst. Vandi krónunnar endurspeglast í ýmsum myndum, s.s. mun hærri vöxtum en erlendis, miklum gengissveiflum, gjaldeyrishöftum sem að hluta eru enn til staðar, erfiðu aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum, krónan er hvergi skráð á erlendum mörkuðum, meiri viðskiptakostnaði o.fl. Þessi vandi lendir ekki bara á fyrirtækjum – heldur einnig og ekki síður á almenningi, í formi hærri vaxta og stökkbreyttra lána á umliðnum árum. Viðreisn hefur lagt þunga áherslu á að tekið verði upp myntráð í stað núverandi peningastefnu. Þannig er gengisstöðugleiki tryggður, dregið úr vaxtamun við útlönd og skapaðar forsendur fyrir langtímaverðstöðugleika og samkeppnishæft atvinnulíf. Til að þroska faglega og málefnalega umræðu um þessi mál, sem er grunnur að árangursríkri stefnumótun, mun Viðreisn halda fundi á næstunni sem auglýstir verða, þar sem flutt verða fagleg erindi og reynslusögur einstaklinga sagðar. Við hvetjum alla áhugasama um lækkun á kostnaði vegna hárra vaxta, gengisbreytingar og annan kostnað krónunnar til að fylgjast með og mæta. Baldur Pétursson Björn Ólafsson Sveinbjörn Finnsson Sveinn Agnarsson í efnahagsnefnd Viðreisnar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sú stjórn er tók við völdum í janúar hefur m.a. sett sér það markmið að minnka vaxtakostnað hér á landi sem er mun þyngri fyrir heimili og atvinnulíf en í öðrum löndum. Jafnframt er heitið að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar, en þær hafa stuðlað að óstöðugleika og skýra að nokkru hvers vegna vextir hérlendis eru að jafnaði mun hærri en í okkar helstu viðmiðunarlöndum. Fleira kemur einnig til s.s. smæð gjaldmiðilsins og óstöðugleiki í ríkisfjármálum og útflutningstekjum. Nýverið var skipuð verkefnisstjórn til að endurmeta peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands. Hún skal kanna hvaða umbætur hægt er að gera á núverandi peningastefnu, sem og að meta hvaða aðrar útfærslur á gengisstefnu koma til greina, svo sem hefðbundið fastgengi eða fastgengi í formi myntráðs. Í þessari vinnu er afar mikilvægt að opin og hleypidómalaus umræða fari fram um kosti og galla mismunandi leiða í peningamálum, þ.m.t. atriði er varða alla kostnaðarþætti viðkomandi peningastefnu – sem ekki hefur verið gert til þessa. Þetta er brýnt þar sem fagleg og rétt greining er forsenda árangursríkrar stefnumótunar. Almenningur á rétt á því að vita meira um þessi mál þar sem kostnaður núverandi peningastefnu er umtalsverður og varðar bæði fólk og fyrirtæki. Allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar hefur stjórn peningamála á Íslandi verið í ólestri og gengi krónunnar verið fellt til að rétta af þjóðarskútuna eftir efnahagsleg áföll sem oftar en ekki stöfuðu af mistökum í hagstjórn. Eftir mikið fall krónunnar kringum hrun hefur krónan styrkst aftur. Síðastliðin tvö ár hefur gengi hennar hækkað um 35% gagnvart sterlingspundi, um 22% gagnvart evru og um 20% gagnvart Bandaríkjadal þrátt fyrir mikil inngrip Seðlabankans.Veikir samkeppnisstöðu Þessi gengishækkun veldur vanda hjá útflutningsgreinum, ekki síst sjávarútvegi, sprotafyrirtækjum og ferðaþjónustu, til viðbótar við háa vexti hér á landi. Þetta veikir samkeppnisaðstöðu landsins og hætta er á að grafið sé undan stöðugleika og sjálfbærum hagvexti og kaupmætti til lengri tíma. Hæpið er að reikna með að niðursveiflur séu úr sögunni þótt vel ári í bili. Þær raddir gerast nú háværari að íslensk stjórnvöld grípi í taumana og reyni að spyrna við fótum gagnvart frekari styrkingu krónunnar. Hvernig ætti að gera það í núverandi peningakerfi án verulegs kostnaðar er hins vegar ekki augljóst. Vandi krónunnar endurspeglast í ýmsum myndum, s.s. mun hærri vöxtum en erlendis, miklum gengissveiflum, gjaldeyrishöftum sem að hluta eru enn til staðar, erfiðu aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum, krónan er hvergi skráð á erlendum mörkuðum, meiri viðskiptakostnaði o.fl. Þessi vandi lendir ekki bara á fyrirtækjum – heldur einnig og ekki síður á almenningi, í formi hærri vaxta og stökkbreyttra lána á umliðnum árum. Viðreisn hefur lagt þunga áherslu á að tekið verði upp myntráð í stað núverandi peningastefnu. Þannig er gengisstöðugleiki tryggður, dregið úr vaxtamun við útlönd og skapaðar forsendur fyrir langtímaverðstöðugleika og samkeppnishæft atvinnulíf. Til að þroska faglega og málefnalega umræðu um þessi mál, sem er grunnur að árangursríkri stefnumótun, mun Viðreisn halda fundi á næstunni sem auglýstir verða, þar sem flutt verða fagleg erindi og reynslusögur einstaklinga sagðar. Við hvetjum alla áhugasama um lækkun á kostnaði vegna hárra vaxta, gengisbreytingar og annan kostnað krónunnar til að fylgjast með og mæta. Baldur Pétursson Björn Ólafsson Sveinbjörn Finnsson Sveinn Agnarsson í efnahagsnefnd Viðreisnar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar