Viljalaust verkfæri Anna Steinsen skrifar 29. mars 2017 07:00 Stanslaust áreiti frá öllum samfélagsmiðlunum og í raun aldrei friður. Ungt fólk oft eins og fangar símans, viljalaus verkfæri. Líta stundum út eins og uppvakningar og horfa varla upp til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þau. Þau eru ýmist í símanum eða iPadinum. Má ekki missa af neinu ... ding, ding ... skilaboðin hrynja inn og fleiri „like“. Verða að fanga augnablikið og taka það upp á Snapchat. Augnablikið sem er í raun farið því þú varst of upptekinn við að taka það upp. Afleiðingin er sú að kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum, er að verða að faraldri. Rannsóknir sýna að ungt fólk sefur minna, eyðir meiri tíma á samfélagsmiðlunum, horfir meira á sjónvarp og er í tölvuleikjum, en heilsan dvínar. Sem móðir fjögurra barna hef ég miklar áhyggjur af þessu. Ég viðurkenni að ég er sjálf oft í símanum, er að vinna, skoða, spekúlera, pósta og fylgjast með. Við fullorðnir erum oft á tíðum ekkert skárri ... jafnvægi milli vinnu og einkalífs nánast horfið, því við getum auðveldlega unnið allan sólarhringinn. Alltaf tengd, alltaf í vinnunni .... en samt ekki, því ég er heima, en hugurinn er ekki á staðnum. Margir út úr stressaðir af of miklu álagi og áreiti í mörg, mörg ár. Við virðumst bara hafa minni tíma en áður. Það eru líklegast færri tímar í sólarhringnum eða hvað eftir að allir samfélagsmiðlarnir bættust við allt annað sem þarf að sinna og gera. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fjölskyldulífið og börnin? Samfélagsmiðlar eru frábærir að mörgu leyti en að mínu mati hins vegar alls ekki. Verstur finnst mér samanburðurinn. Sama hvaða árangri við náum, þá er alltaf einhver sem nær betri árangri. Eitt fermingarbarnið fær flottari gjafir en þú, útskriftarnemi með betri einkunnir eða kláraði námið á styttri tíma, sumir eru betri í fótbolta, skora flottari mörk, eru skemmtilegri, sætari, í betra formi og einfaldlega bara að gera skemmtilegri hluti. Samfélagsmiðlarnir eru notaðir til að sýna hvað við elskum fólkið okkar mikið, eiginlega meira en næsti maður og hvað börnin okkar eru að ná frábærum árangri í skóla, einkunnirnar stundum settar inn og allir hressir. Ef ég fæ nógu mörg „like“ þá er ég allavega falleg, annars ekki. Allt er þetta hluti af einhverri glansmynd. Á unglingsárunum er alveg ótrúlega mikið að gerast í líkama okkar, hormónar á fullu, sjálfsmyndin að mótast og vinirnir verða oft mikilvægari en fjölskyldan. Gríðarlega stór og mikilvægur tími í lífi okkar allra. Á meðan sjálfsmyndin er að mótast er alls ekki heilbrigt að vera stöðugt að bera sig saman við aðra, sem virðast vera betri, þannig að við förum að leita að einhverjum sem nær lakari árangri til að við lítum betur út. Virkum betri. Erum einhvern veginn aldrei nóg! Í þessum heimi er það auðvitað alltaf þannig að sumir eru færari en aðrir. Það væri að æra óstöðugan að pæla endalaust í því og gerir ekkert annað en að rýra sjálfstraustið og sér í lagi þegar verið er að byggja það upp. Skoðum frekar allt það jákvæða sem er í kringum okkur í staðinn fyrir það neikvæða. Allir eru góðir í einhverju. Hver og einn hefur sinn styrkleika, ræktum þá frekar en að pæla í hvað við getum ekki. Hvað erum við að gera vel, skoða það líka, helst alla daga. Prófum að gefa okkur frí frá samfélagsmiðlunum í smá tíma jafnvel þó það sé ekki nema til þess að minnka þann tíma sem í þá fer. Gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn eða látum okkur bara leiðast, sem er líka heilbrigt og hollt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Stanslaust áreiti frá öllum samfélagsmiðlunum og í raun aldrei friður. Ungt fólk oft eins og fangar símans, viljalaus verkfæri. Líta stundum út eins og uppvakningar og horfa varla upp til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þau. Þau eru ýmist í símanum eða iPadinum. Má ekki missa af neinu ... ding, ding ... skilaboðin hrynja inn og fleiri „like“. Verða að fanga augnablikið og taka það upp á Snapchat. Augnablikið sem er í raun farið því þú varst of upptekinn við að taka það upp. Afleiðingin er sú að kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum, er að verða að faraldri. Rannsóknir sýna að ungt fólk sefur minna, eyðir meiri tíma á samfélagsmiðlunum, horfir meira á sjónvarp og er í tölvuleikjum, en heilsan dvínar. Sem móðir fjögurra barna hef ég miklar áhyggjur af þessu. Ég viðurkenni að ég er sjálf oft í símanum, er að vinna, skoða, spekúlera, pósta og fylgjast með. Við fullorðnir erum oft á tíðum ekkert skárri ... jafnvægi milli vinnu og einkalífs nánast horfið, því við getum auðveldlega unnið allan sólarhringinn. Alltaf tengd, alltaf í vinnunni .... en samt ekki, því ég er heima, en hugurinn er ekki á staðnum. Margir út úr stressaðir af of miklu álagi og áreiti í mörg, mörg ár. Við virðumst bara hafa minni tíma en áður. Það eru líklegast færri tímar í sólarhringnum eða hvað eftir að allir samfélagsmiðlarnir bættust við allt annað sem þarf að sinna og gera. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fjölskyldulífið og börnin? Samfélagsmiðlar eru frábærir að mörgu leyti en að mínu mati hins vegar alls ekki. Verstur finnst mér samanburðurinn. Sama hvaða árangri við náum, þá er alltaf einhver sem nær betri árangri. Eitt fermingarbarnið fær flottari gjafir en þú, útskriftarnemi með betri einkunnir eða kláraði námið á styttri tíma, sumir eru betri í fótbolta, skora flottari mörk, eru skemmtilegri, sætari, í betra formi og einfaldlega bara að gera skemmtilegri hluti. Samfélagsmiðlarnir eru notaðir til að sýna hvað við elskum fólkið okkar mikið, eiginlega meira en næsti maður og hvað börnin okkar eru að ná frábærum árangri í skóla, einkunnirnar stundum settar inn og allir hressir. Ef ég fæ nógu mörg „like“ þá er ég allavega falleg, annars ekki. Allt er þetta hluti af einhverri glansmynd. Á unglingsárunum er alveg ótrúlega mikið að gerast í líkama okkar, hormónar á fullu, sjálfsmyndin að mótast og vinirnir verða oft mikilvægari en fjölskyldan. Gríðarlega stór og mikilvægur tími í lífi okkar allra. Á meðan sjálfsmyndin er að mótast er alls ekki heilbrigt að vera stöðugt að bera sig saman við aðra, sem virðast vera betri, þannig að við förum að leita að einhverjum sem nær lakari árangri til að við lítum betur út. Virkum betri. Erum einhvern veginn aldrei nóg! Í þessum heimi er það auðvitað alltaf þannig að sumir eru færari en aðrir. Það væri að æra óstöðugan að pæla endalaust í því og gerir ekkert annað en að rýra sjálfstraustið og sér í lagi þegar verið er að byggja það upp. Skoðum frekar allt það jákvæða sem er í kringum okkur í staðinn fyrir það neikvæða. Allir eru góðir í einhverju. Hver og einn hefur sinn styrkleika, ræktum þá frekar en að pæla í hvað við getum ekki. Hvað erum við að gera vel, skoða það líka, helst alla daga. Prófum að gefa okkur frí frá samfélagsmiðlunum í smá tíma jafnvel þó það sé ekki nema til þess að minnka þann tíma sem í þá fer. Gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn eða látum okkur bara leiðast, sem er líka heilbrigt og hollt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar