Opið bréf til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands Helgi Ingólfsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þann 12. feb. sl. sendi ég erindi með fyrirspurnum til Sjúkrasjóðs KÍ og þann 8. mars sl. sendi ég ítrekun á erindi mínu. Þar sem ég hef ekki verið virtur svars vil ég reyna enn á ný og nú á opinberum vettvangi. Vísa ég fyrirspurnum mínum til allrar stjórnar Sjúkrasjóðs, en erindið er eftirfarandi: Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF. Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“: „Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það. Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“ Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin? Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þann 12. feb. sl. sendi ég erindi með fyrirspurnum til Sjúkrasjóðs KÍ og þann 8. mars sl. sendi ég ítrekun á erindi mínu. Þar sem ég hef ekki verið virtur svars vil ég reyna enn á ný og nú á opinberum vettvangi. Vísa ég fyrirspurnum mínum til allrar stjórnar Sjúkrasjóðs, en erindið er eftirfarandi: Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF. Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“: „Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það. Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“ Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin? Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar