

Opið bréf til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands
Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF.
Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“:
„Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það.
Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“
Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:
1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?
2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?
3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?
4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?
5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?
6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?
7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?
8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?
9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)
10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin?
Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar