Mugabe, ósagan og stjórnarskráin Pétur Hrafn Árnason skrifar 29. mars 2017 07:00 Hinn 23. mars síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason með fyrirsögninni „Ósaga Íslands 1909-2009“. Þar er farið mjög hörðum orðum um undirritaðan og ritgerð hans „Frá herra Cable til doktor Franeks - saga Íslands 1919-2009„ í bindinu Saga Íslands XI. Skrif Þorvaldar eru ekki rituð af þeirri stillingu sem þyrfti að einkenna uppbyggilega umræðu um eins eldfimt efni og samtímasögu þjóðar okkar en fullyrðingar hans eru engu að síður slíkar að ekki verður hjá því komist að svara þeim. Raunar er tónninn í túlkun Þorvaldar sleginn strax í upphafi þar sem segir: „Sumar ritsmíðar birtast undir svo fráleitum fyrirsögnum að yfirskriftin dæmir textann beinlínis úr leik.“ Ummælin hitta hann sjálfan þar sem fyrirsögnin „Ósaga Íslands 1909-2009“ bendir ekki til að hann hafi kynnt sér raunveruleg efnistök ritsmíðarinnar.Eldfimar fyrirsagnir Upplegg Þorvaldar er að hún endurspegli söguskoðun „í þágu ráðandi hagsmuna á stjórnmálavettvangi“ og að reynt sé að kenna útlendingum um allt það sem misfarist hafi í hagstjórn því „þannig tala þjóðernisöfgamenn og hafa ætíð gert til að kynda undir tortryggni í garð útlendinga“. Titill ritgerðarinnar er honum þar mikill eldsmatur því þá sé haldið fram að hagfræðingurinn Franek Rozwadowski - og þar með Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - hafi verið með óeðlileg afskipti af Íslandi. Þessi nálgun er makalaus þar sem hvergi er haldið öðru fram á síðum bókarinnar en að hann og AGS hafi verið hér í boði stjórnvalda og honum „ætlað að hafa umsjón með lánveitingum sjóðsins til Íslands“. Heitið vísar eingöngu, eins og sjá má af fyrsta kafla og hinum síðasta, til þess að 90 ára tímabilið afmarkast á skondinn hátt af brottför breska konsúlsins Erics Cable 1919 (þegar síðasta bindi Sögu Íslands lauk) og komu Rozwadowskis inn í hringiðu íslenskrar stjórnmálasögu 2009. Ekki er á neinn hátt verið að bera þessa einstaklinga saman.Pólitískir palladómar Nú vill svo til að undirritaður er hjartanlega sammála Þorvaldi um að hvers kyns nálgun á hrunið 2008 í anda „umsáturskenninga“ sé með öllu fráleit og síst til þess fallin að Íslendingar læri af mistökunum. Því er tíunduð sú óráðsía sem einkenndi öndverða 21. öldina og eins hvernig innlendir eftirlitsaðilar og stjórnvöld sváfu á verðinum. Söguritari verður hins vegar að fara varlega í að endurspegla persónulega skoðun sína í texta sem á að veita yfirsýn eins hlutlaust og hægt er að gera kröfu um. Aðrir draga svo sínar ályktanir af staðreyndunum. Þorvaldur myndar sér skoðun af fyrirsögn ritsmíðarinnar og fellur í þá gryfju að stimpla nálgun á alla viðkvæmustu þætti íslenskrar samtímasögu sem þjóðernisöfgar hliðhollar stjórnvöldum. Þá er einkum tiltekið að ekki beri á nógu gagnrýnni umræðu um áhrif erlendrar hersetu (las hann t.d. kaflann um stofnun Íslenskra aðalverktaka?) og kvótakerfið í sjávarútvegi. Víða er þó tíundað ósætti um fiskveiðistjórnunina en fræðirit getur ekki dylgjað, líkt og Þorvaldur, að Hæstiréttur láti undan þrýstingi frá ráðamönnum í dómum í kvótamálum. Pólitískur hiti Þorvaldar er í raun slíkur að hann gagnrýnir undirritaðan fyrir að dirfast að minnast á hinn hægrisinnaða Eimreiðarhóp frá 8. áratugnum án þess að telja upp hve stór hluti hans hafi síðar komist í kast við lögin. Slíkur gassagangur er síður en svo óviðeigandi í pólitískri umræðu í kjallaragreinum dagblaða. Verra er þegar vígfimir bardagamenn á því sviði ásaka fræðimenn um að aðhyllast ekki sambærilega nálgun og séu þá handbendi tiltekinna afla. Verst er þegar þeir hafa svo ekki fyrir því að kynna sér efnið á yfirvegaðan hátt áður en þeir stinga niður penna. Þá er mikilvægt að lesa lengra en fyrirsagnirnar sem þurfa ekki að veita tæmandi lýsingu á efnistökum. Það ætti Þorvaldur Gylfason sjálfur að vita manna best því ólíklegasta yfirskrift sumra pistla hans, allt frá Brexit, Trump, Robert Mugabe og þrælastríðinu 1861-65, er í raun prologus þess - líkt og greinin „Ósaga Íslands 1909-2009“ - að harma afdrif stjórnarskrárfrumvarps á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Hinn 23. mars síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason með fyrirsögninni „Ósaga Íslands 1909-2009“. Þar er farið mjög hörðum orðum um undirritaðan og ritgerð hans „Frá herra Cable til doktor Franeks - saga Íslands 1919-2009„ í bindinu Saga Íslands XI. Skrif Þorvaldar eru ekki rituð af þeirri stillingu sem þyrfti að einkenna uppbyggilega umræðu um eins eldfimt efni og samtímasögu þjóðar okkar en fullyrðingar hans eru engu að síður slíkar að ekki verður hjá því komist að svara þeim. Raunar er tónninn í túlkun Þorvaldar sleginn strax í upphafi þar sem segir: „Sumar ritsmíðar birtast undir svo fráleitum fyrirsögnum að yfirskriftin dæmir textann beinlínis úr leik.“ Ummælin hitta hann sjálfan þar sem fyrirsögnin „Ósaga Íslands 1909-2009“ bendir ekki til að hann hafi kynnt sér raunveruleg efnistök ritsmíðarinnar.Eldfimar fyrirsagnir Upplegg Þorvaldar er að hún endurspegli söguskoðun „í þágu ráðandi hagsmuna á stjórnmálavettvangi“ og að reynt sé að kenna útlendingum um allt það sem misfarist hafi í hagstjórn því „þannig tala þjóðernisöfgamenn og hafa ætíð gert til að kynda undir tortryggni í garð útlendinga“. Titill ritgerðarinnar er honum þar mikill eldsmatur því þá sé haldið fram að hagfræðingurinn Franek Rozwadowski - og þar með Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - hafi verið með óeðlileg afskipti af Íslandi. Þessi nálgun er makalaus þar sem hvergi er haldið öðru fram á síðum bókarinnar en að hann og AGS hafi verið hér í boði stjórnvalda og honum „ætlað að hafa umsjón með lánveitingum sjóðsins til Íslands“. Heitið vísar eingöngu, eins og sjá má af fyrsta kafla og hinum síðasta, til þess að 90 ára tímabilið afmarkast á skondinn hátt af brottför breska konsúlsins Erics Cable 1919 (þegar síðasta bindi Sögu Íslands lauk) og komu Rozwadowskis inn í hringiðu íslenskrar stjórnmálasögu 2009. Ekki er á neinn hátt verið að bera þessa einstaklinga saman.Pólitískir palladómar Nú vill svo til að undirritaður er hjartanlega sammála Þorvaldi um að hvers kyns nálgun á hrunið 2008 í anda „umsáturskenninga“ sé með öllu fráleit og síst til þess fallin að Íslendingar læri af mistökunum. Því er tíunduð sú óráðsía sem einkenndi öndverða 21. öldina og eins hvernig innlendir eftirlitsaðilar og stjórnvöld sváfu á verðinum. Söguritari verður hins vegar að fara varlega í að endurspegla persónulega skoðun sína í texta sem á að veita yfirsýn eins hlutlaust og hægt er að gera kröfu um. Aðrir draga svo sínar ályktanir af staðreyndunum. Þorvaldur myndar sér skoðun af fyrirsögn ritsmíðarinnar og fellur í þá gryfju að stimpla nálgun á alla viðkvæmustu þætti íslenskrar samtímasögu sem þjóðernisöfgar hliðhollar stjórnvöldum. Þá er einkum tiltekið að ekki beri á nógu gagnrýnni umræðu um áhrif erlendrar hersetu (las hann t.d. kaflann um stofnun Íslenskra aðalverktaka?) og kvótakerfið í sjávarútvegi. Víða er þó tíundað ósætti um fiskveiðistjórnunina en fræðirit getur ekki dylgjað, líkt og Þorvaldur, að Hæstiréttur láti undan þrýstingi frá ráðamönnum í dómum í kvótamálum. Pólitískur hiti Þorvaldar er í raun slíkur að hann gagnrýnir undirritaðan fyrir að dirfast að minnast á hinn hægrisinnaða Eimreiðarhóp frá 8. áratugnum án þess að telja upp hve stór hluti hans hafi síðar komist í kast við lögin. Slíkur gassagangur er síður en svo óviðeigandi í pólitískri umræðu í kjallaragreinum dagblaða. Verra er þegar vígfimir bardagamenn á því sviði ásaka fræðimenn um að aðhyllast ekki sambærilega nálgun og séu þá handbendi tiltekinna afla. Verst er þegar þeir hafa svo ekki fyrir því að kynna sér efnið á yfirvegaðan hátt áður en þeir stinga niður penna. Þá er mikilvægt að lesa lengra en fyrirsagnirnar sem þurfa ekki að veita tæmandi lýsingu á efnistökum. Það ætti Þorvaldur Gylfason sjálfur að vita manna best því ólíklegasta yfirskrift sumra pistla hans, allt frá Brexit, Trump, Robert Mugabe og þrælastríðinu 1861-65, er í raun prologus þess - líkt og greinin „Ósaga Íslands 1909-2009“ - að harma afdrif stjórnarskrárfrumvarps á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar