Áherslur bænda, beint á höfuðið Jón Viðar Jónmundsson skrifar 29. mars 2017 22:00 Þegar þessar hugsanir eru settra á blað er starfshópur sem settur var á laggirnar í framhaldi af samþykkt búvörusamninga á síðasta ári byrjaður störf. Á vef BÍ er birt plagg sem þar var lagt fram á fyrsta fundi sem áherslur bænda og allrökrétt að álykta að í þessum hópi geti enginn annar en formaður BÍ leyft sér að birta slíkt. Þess vegna held ég að veruleg ástæðu sé til þess að þetta sé skoðað nánar og rætt. Spurningum er því eðlilega beint til Sindra Sigurgeirssonar formanns BÍ. Fyrsta tilfinningin, sem maður fær við lestur plaggsins, er að þar er ekki að finna neitt sem hægt er að lesa sem áherslur bænda. Eilíf og endalaus töflusöfnun getur ekki verið áherslumál eins eða neins. Þess vegna væri kærkomið að Sindri gerði nú lesendum grein fyrir hver þessi áhersluatriði bænda eru. Það eru aðeins byrjunarupplýsingarnar, Sindri. Áður en lengra er haldið vil ég hins vegar víkja að tveim atriðum, sem tengjast skjalinu í heild og ágætt er að ræða áður en horfið er til smærri atriða. Hafa BÍ haft þörf á að koma sínum málum að strax í byrjun vinnu hópsins finnst mér eðlilegt að það hefði verið gert með kynningu á helstu stefnuatriðum félags þeirra BÍ. Í mínum huga hljóta samningaumræður ætíð að eiga að byggjast á slíkum grunni. Öllum er vonandi ljóst að hlutverk hópsins hlýtur að vera að koma á sameiginlegri sýn bænda og annarra þegna þjóðarinnar á gildi, hlutverk og stöðu landbúnaðar á Íslandi á komandi árum. Þess vegna eðlilegt að leggja stefnumið mismunandi aðila á borðið í byrjum. Það eru þau sem á að sætta og sameina. Nú verður að vísu að vorkenna Sindra vegna þess að undir hans stjórn hefur BÍ tapað sinni heildarstefnu í landbúnaðarmálum og erfitt að lýsa því sem er ekki til. Hitt atriðið er endalaus upptalning á skýrslum um eitt og annað sem er látið fylla síðurnar. Athygli vekur að talsvert að þessu eru gögn sem að öllu eðlilegu ættu að vera til hjá framkvæmdanefnd búvörusamninga, þar sem Sindri situr samkvæmt mínu minni, en samt hefði miklu meira hefði átt að koma fram að hálfu fulltrúa bænda við síðustu búvörusamninga. Þarna kemur þú Sindri með sannanirnar beint á borðið fyrir því sem ég hef ásakað ykkur um í sambandi við búvörusamningana að þið hefðu ekki unnið einn eða neinn undirbúning þeirra vegna. Hér er nefnilega komið að alvarlegasta veikleika hjá BÍ frá því að Ari og Sigurgeir hurfu þaðan frá störfum. Það er stefna samtakamma með að losa sig við, nánast hrinda frá sér, allri tölulegri upplýsingaöflun gagnvart landbúnaðinum. Þetta var því meiður veikleiki Haraldar Benidiktssonar, meðan hann var formaður BÍ, þrátt fyrir annars að ýmsu leyti skýra stefnumörkun hans. Undarlegt að vísu að hann gerði sér ekki grein fyrir að undirliggjandi kraftur þessa máls var aðlögun að EBE sem hann límdi sig þarna við, þrátt fyrir að öðru leyti skýra andstöðu gegn þeim öflum. Sindri stóð í þessu máli, þ.e. að senda upplýsingaöflun úr húsi sem klettur að baki fyrrverandi formanni ef ekki færðist hann allur í aukana í þeim efnum eftir að hann tók við forystu. Þetta hefur að vissu leyti gelt BÍ í öllum sínum málflutningi. Að fara að ræða almennt margt að því sem nefnt er í upplýsingaöflunarupptalningu er hreinn sparðatíningur en margt af því auk þess svo vitlaust að furðu sætir þar sem einhverjir fleiri en Sindri hljóta að hafa lesið plaggið. Nokkur atriði kalla samt fram brýnar spurningar. Í byrjun atriði sem vakti smá furðu hjá mér og ég þarf smá útskýringu á. Þú vísar í tilvísanaskrá til pappíra með exel-skjölum, sem hvaða unglingur sem er með aðgang að gögnum hefði getað gert, sem Byggðastofnun gaf út á síðasta ári. Þar má lesa út eitt og annað úr töflum um dreifingu nautgripa og sauðfjár hér á landi. Hins vegar dregur sá sem enga hefur þekkingu né tilfinningu fyrir þessum búskap held ég ákaflega fátt bitastætt út úr þessum töflum. Sá sem aðeins getur lesið tölurnar en hefur engan skilning er yfirleitt samkvæmt minni reynslu jafnnær. Nú kallar þú eftir sömu upplýsingum. Spyr þig, Sindri, var það vegna þess að þú skildir ekki eldra plaggið eða var eitthvað þess valdandi að þú vantreystir upplýsingunum að baki? Nú spyr ég Sindri hvernig afla á upplýsinga um þau atriði þar sem fjallað er um nýtingu samningsfjármuna. Að mínu viti er þetta upplýsingasöfnun og úrvinnsla sem hlýtur að taka fjölda ára. Hvaða töfralausn hefur þú fyrir þá vinnu, Sindri? Í sambandi við nautgriparæktina er atkvæðagreiðsla um áframhald mjólkurkvóta skyndilega orðið atriði, á nefndin ekki að ljúka störfum áður en sú atkvæðagreiðsla fer fram? Í nautgriparæktinni blasir hins vegar við tröllaukin stefnumörkunarvinna, sem hlýtur mikið að koma inn á störf nefndarinnar. Eitt mál til skemmri tíma er hvort mjólkurframleiðslan eigi að ráða yfir stjórntækjum yfir framleiðslunni. Stærsta málið er að mínu viti hvernig bregðast á við innleiðingu fjórðu tæknibyltingarinnar í þessa grein, sem gætu orðið meiri breytingaáhrif en í nokkurri annarri grein landbúnaðar. Gangi þar fram óbeisluð þróun breytist mjólkurframleiðslan víða í heiminum í óbeislaða iðnaðarframleiðslu eins og gerst hefur í svína- og fuglarækt. Þá verður mjólkurframleiðslan ekki í höndum sjálfstæðra bænda, heldur iðnfyrirtækja. Bendi á grein um tæknivæddan nákvæmnisbúskap sem ég fyrr í vetur birti á vefnum Naut.is. (sem kaupauki er umfjöllun um viðbrögð Bændablaðsins við þessari umræðu. Staða þess í sambandi við að plægja akur umræðu um stefnumörkun í landbúnaði er mál sem verðugt væri að huga betur að.) Sauðfjárrækt hlýtur einnig í nefndinni að hljóta mikla umfjöllun. Skemmdaverk Sindra og samverkamanna í búvörusamningunum eru þar aðeins aukaatriði. Flestum er að verða ljóst að umræða um sauðfjárrækt og byggð í landinu varða ekki rofin að. Úrræðin eru hins vegar fá, ljóst samt að helstefna síðasta samnings er ekki spor í rétta átt. Í þessum efnum er ætíð eftir ákaflega viðkvæm umræða innan hóps sauðfjárbænda um það hvort fram eigi að fara með einhverjum hætti stýrð þróun á umfangi greinarinnar eða ekki. Ekki vil ég telja mig talsmann hrossaræktar þó að áður hafi ég nefnt þá búgrein í þessu sambandi. Þetta er sú búgrein sem hefur komist af með minnstan stuðning en um leið líklega sú sem búið hefur til mestan vöxt. Til viðbótar þá er þetta án efa sú grein sem stendur í sérflokki með að skapa tengsl þéttbýlis og dreifbýlis sem nefndin hlýtur að ræða. Sindri er það ekki vel gert hjá þér að nefna þessa grein ekki á nafn? Kanntu að skammast þín? Þá kemur kafli um greiningu á sérstöðu sem ég mun ekki fjölyrða um. Spyr aðeins Sindri hvar heldur þú að gengið verði að sumum þessara upplýsinga sem verið er að kalla eftir? Munið síðan að til er urmull af skýrslum sem staðfesta það að Íslendingar eru einhverjir mestu umhverfissóðar í heimi. Finns eins og sumt í umhverfiskaflanum sé skrifað með því hugarfari að geta þar fundið eitthvað til að bæta um ósköpin þar enn betur. Um 4.5. kafla væri fróðlegt að vita hvort þú hafir látið gera nokkurt kostnaðarmat í sambandi við sumt af því rugli sem þar er rætt. Það er vel gert hjá þér Sindri minn að hafa afkomuþróun bænda einna aftast í þessu plaggi. Þú ættir nú við hentugleika að birta afrekssögu þína á því sviði. Annars varstu víst búinn að lýsa því yfir í 10 punkta plagginu á síðasta ári að eiginlega væri BÍ alveg hætt að sinna kjaramálum bænda. Þarna hefur þér loksins líklega ratast satt orð í munn. Hefur þú engar áhyggjur af því, Sindri, að samtök sem á pappírnum kynna sig sem kjarasamtök skuli kalla til annarra um tölur um afkomu sína? Segir það mögulega það sem segja þarf?Eins og ég hef áður nefnt þjónar engum tilgangi að elta ólar við ruglið í þessum listum. Eins og á hefur verið bent eru margt af þessu upplýsingar sem hann hefði átt að hafa undir höndum við gerð búvörusamninga á síðasta ári en hann upplýsir samt sem betur fer nú að hann hafi steingleymt að kynna sér þá. Annað er þess eðlis að kostnaður væri óheyrilegur við gagnaöflun og að lokum atriði sem þú hefðir átt að gera þér ljóst við samningu skjalsins að hvergi er að finna, auk þess sem ýmislegt af þessum upplýsingum virðast ekki koma verkefnum hópsins að nokkru við. Þess vegna Sindri spyr ég að lokum.Skammaðistu þín ekkert í ljósi atriðanna sem hér eru talin að láta þetta plagg frá þér fara?(Þessum skrifum var hafnað birtingar í Bændablaðinu af ritskoðunarjöxlum blaðsins. Stefnumótun í landbúnaði löngum komin út fyrir þeirra svið.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar þessar hugsanir eru settra á blað er starfshópur sem settur var á laggirnar í framhaldi af samþykkt búvörusamninga á síðasta ári byrjaður störf. Á vef BÍ er birt plagg sem þar var lagt fram á fyrsta fundi sem áherslur bænda og allrökrétt að álykta að í þessum hópi geti enginn annar en formaður BÍ leyft sér að birta slíkt. Þess vegna held ég að veruleg ástæðu sé til þess að þetta sé skoðað nánar og rætt. Spurningum er því eðlilega beint til Sindra Sigurgeirssonar formanns BÍ. Fyrsta tilfinningin, sem maður fær við lestur plaggsins, er að þar er ekki að finna neitt sem hægt er að lesa sem áherslur bænda. Eilíf og endalaus töflusöfnun getur ekki verið áherslumál eins eða neins. Þess vegna væri kærkomið að Sindri gerði nú lesendum grein fyrir hver þessi áhersluatriði bænda eru. Það eru aðeins byrjunarupplýsingarnar, Sindri. Áður en lengra er haldið vil ég hins vegar víkja að tveim atriðum, sem tengjast skjalinu í heild og ágætt er að ræða áður en horfið er til smærri atriða. Hafa BÍ haft þörf á að koma sínum málum að strax í byrjun vinnu hópsins finnst mér eðlilegt að það hefði verið gert með kynningu á helstu stefnuatriðum félags þeirra BÍ. Í mínum huga hljóta samningaumræður ætíð að eiga að byggjast á slíkum grunni. Öllum er vonandi ljóst að hlutverk hópsins hlýtur að vera að koma á sameiginlegri sýn bænda og annarra þegna þjóðarinnar á gildi, hlutverk og stöðu landbúnaðar á Íslandi á komandi árum. Þess vegna eðlilegt að leggja stefnumið mismunandi aðila á borðið í byrjum. Það eru þau sem á að sætta og sameina. Nú verður að vísu að vorkenna Sindra vegna þess að undir hans stjórn hefur BÍ tapað sinni heildarstefnu í landbúnaðarmálum og erfitt að lýsa því sem er ekki til. Hitt atriðið er endalaus upptalning á skýrslum um eitt og annað sem er látið fylla síðurnar. Athygli vekur að talsvert að þessu eru gögn sem að öllu eðlilegu ættu að vera til hjá framkvæmdanefnd búvörusamninga, þar sem Sindri situr samkvæmt mínu minni, en samt hefði miklu meira hefði átt að koma fram að hálfu fulltrúa bænda við síðustu búvörusamninga. Þarna kemur þú Sindri með sannanirnar beint á borðið fyrir því sem ég hef ásakað ykkur um í sambandi við búvörusamningana að þið hefðu ekki unnið einn eða neinn undirbúning þeirra vegna. Hér er nefnilega komið að alvarlegasta veikleika hjá BÍ frá því að Ari og Sigurgeir hurfu þaðan frá störfum. Það er stefna samtakamma með að losa sig við, nánast hrinda frá sér, allri tölulegri upplýsingaöflun gagnvart landbúnaðinum. Þetta var því meiður veikleiki Haraldar Benidiktssonar, meðan hann var formaður BÍ, þrátt fyrir annars að ýmsu leyti skýra stefnumörkun hans. Undarlegt að vísu að hann gerði sér ekki grein fyrir að undirliggjandi kraftur þessa máls var aðlögun að EBE sem hann límdi sig þarna við, þrátt fyrir að öðru leyti skýra andstöðu gegn þeim öflum. Sindri stóð í þessu máli, þ.e. að senda upplýsingaöflun úr húsi sem klettur að baki fyrrverandi formanni ef ekki færðist hann allur í aukana í þeim efnum eftir að hann tók við forystu. Þetta hefur að vissu leyti gelt BÍ í öllum sínum málflutningi. Að fara að ræða almennt margt að því sem nefnt er í upplýsingaöflunarupptalningu er hreinn sparðatíningur en margt af því auk þess svo vitlaust að furðu sætir þar sem einhverjir fleiri en Sindri hljóta að hafa lesið plaggið. Nokkur atriði kalla samt fram brýnar spurningar. Í byrjun atriði sem vakti smá furðu hjá mér og ég þarf smá útskýringu á. Þú vísar í tilvísanaskrá til pappíra með exel-skjölum, sem hvaða unglingur sem er með aðgang að gögnum hefði getað gert, sem Byggðastofnun gaf út á síðasta ári. Þar má lesa út eitt og annað úr töflum um dreifingu nautgripa og sauðfjár hér á landi. Hins vegar dregur sá sem enga hefur þekkingu né tilfinningu fyrir þessum búskap held ég ákaflega fátt bitastætt út úr þessum töflum. Sá sem aðeins getur lesið tölurnar en hefur engan skilning er yfirleitt samkvæmt minni reynslu jafnnær. Nú kallar þú eftir sömu upplýsingum. Spyr þig, Sindri, var það vegna þess að þú skildir ekki eldra plaggið eða var eitthvað þess valdandi að þú vantreystir upplýsingunum að baki? Nú spyr ég Sindri hvernig afla á upplýsinga um þau atriði þar sem fjallað er um nýtingu samningsfjármuna. Að mínu viti er þetta upplýsingasöfnun og úrvinnsla sem hlýtur að taka fjölda ára. Hvaða töfralausn hefur þú fyrir þá vinnu, Sindri? Í sambandi við nautgriparæktina er atkvæðagreiðsla um áframhald mjólkurkvóta skyndilega orðið atriði, á nefndin ekki að ljúka störfum áður en sú atkvæðagreiðsla fer fram? Í nautgriparæktinni blasir hins vegar við tröllaukin stefnumörkunarvinna, sem hlýtur mikið að koma inn á störf nefndarinnar. Eitt mál til skemmri tíma er hvort mjólkurframleiðslan eigi að ráða yfir stjórntækjum yfir framleiðslunni. Stærsta málið er að mínu viti hvernig bregðast á við innleiðingu fjórðu tæknibyltingarinnar í þessa grein, sem gætu orðið meiri breytingaáhrif en í nokkurri annarri grein landbúnaðar. Gangi þar fram óbeisluð þróun breytist mjólkurframleiðslan víða í heiminum í óbeislaða iðnaðarframleiðslu eins og gerst hefur í svína- og fuglarækt. Þá verður mjólkurframleiðslan ekki í höndum sjálfstæðra bænda, heldur iðnfyrirtækja. Bendi á grein um tæknivæddan nákvæmnisbúskap sem ég fyrr í vetur birti á vefnum Naut.is. (sem kaupauki er umfjöllun um viðbrögð Bændablaðsins við þessari umræðu. Staða þess í sambandi við að plægja akur umræðu um stefnumörkun í landbúnaði er mál sem verðugt væri að huga betur að.) Sauðfjárrækt hlýtur einnig í nefndinni að hljóta mikla umfjöllun. Skemmdaverk Sindra og samverkamanna í búvörusamningunum eru þar aðeins aukaatriði. Flestum er að verða ljóst að umræða um sauðfjárrækt og byggð í landinu varða ekki rofin að. Úrræðin eru hins vegar fá, ljóst samt að helstefna síðasta samnings er ekki spor í rétta átt. Í þessum efnum er ætíð eftir ákaflega viðkvæm umræða innan hóps sauðfjárbænda um það hvort fram eigi að fara með einhverjum hætti stýrð þróun á umfangi greinarinnar eða ekki. Ekki vil ég telja mig talsmann hrossaræktar þó að áður hafi ég nefnt þá búgrein í þessu sambandi. Þetta er sú búgrein sem hefur komist af með minnstan stuðning en um leið líklega sú sem búið hefur til mestan vöxt. Til viðbótar þá er þetta án efa sú grein sem stendur í sérflokki með að skapa tengsl þéttbýlis og dreifbýlis sem nefndin hlýtur að ræða. Sindri er það ekki vel gert hjá þér að nefna þessa grein ekki á nafn? Kanntu að skammast þín? Þá kemur kafli um greiningu á sérstöðu sem ég mun ekki fjölyrða um. Spyr aðeins Sindri hvar heldur þú að gengið verði að sumum þessara upplýsinga sem verið er að kalla eftir? Munið síðan að til er urmull af skýrslum sem staðfesta það að Íslendingar eru einhverjir mestu umhverfissóðar í heimi. Finns eins og sumt í umhverfiskaflanum sé skrifað með því hugarfari að geta þar fundið eitthvað til að bæta um ósköpin þar enn betur. Um 4.5. kafla væri fróðlegt að vita hvort þú hafir látið gera nokkurt kostnaðarmat í sambandi við sumt af því rugli sem þar er rætt. Það er vel gert hjá þér Sindri minn að hafa afkomuþróun bænda einna aftast í þessu plaggi. Þú ættir nú við hentugleika að birta afrekssögu þína á því sviði. Annars varstu víst búinn að lýsa því yfir í 10 punkta plagginu á síðasta ári að eiginlega væri BÍ alveg hætt að sinna kjaramálum bænda. Þarna hefur þér loksins líklega ratast satt orð í munn. Hefur þú engar áhyggjur af því, Sindri, að samtök sem á pappírnum kynna sig sem kjarasamtök skuli kalla til annarra um tölur um afkomu sína? Segir það mögulega það sem segja þarf?Eins og ég hef áður nefnt þjónar engum tilgangi að elta ólar við ruglið í þessum listum. Eins og á hefur verið bent eru margt af þessu upplýsingar sem hann hefði átt að hafa undir höndum við gerð búvörusamninga á síðasta ári en hann upplýsir samt sem betur fer nú að hann hafi steingleymt að kynna sér þá. Annað er þess eðlis að kostnaður væri óheyrilegur við gagnaöflun og að lokum atriði sem þú hefðir átt að gera þér ljóst við samningu skjalsins að hvergi er að finna, auk þess sem ýmislegt af þessum upplýsingum virðast ekki koma verkefnum hópsins að nokkru við. Þess vegna Sindri spyr ég að lokum.Skammaðistu þín ekkert í ljósi atriðanna sem hér eru talin að láta þetta plagg frá þér fara?(Þessum skrifum var hafnað birtingar í Bændablaðinu af ritskoðunarjöxlum blaðsins. Stefnumótun í landbúnaði löngum komin út fyrir þeirra svið.)
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun