Áherslur bænda, beint á höfuðið Jón Viðar Jónmundsson skrifar 29. mars 2017 22:00 Þegar þessar hugsanir eru settra á blað er starfshópur sem settur var á laggirnar í framhaldi af samþykkt búvörusamninga á síðasta ári byrjaður störf. Á vef BÍ er birt plagg sem þar var lagt fram á fyrsta fundi sem áherslur bænda og allrökrétt að álykta að í þessum hópi geti enginn annar en formaður BÍ leyft sér að birta slíkt. Þess vegna held ég að veruleg ástæðu sé til þess að þetta sé skoðað nánar og rætt. Spurningum er því eðlilega beint til Sindra Sigurgeirssonar formanns BÍ. Fyrsta tilfinningin, sem maður fær við lestur plaggsins, er að þar er ekki að finna neitt sem hægt er að lesa sem áherslur bænda. Eilíf og endalaus töflusöfnun getur ekki verið áherslumál eins eða neins. Þess vegna væri kærkomið að Sindri gerði nú lesendum grein fyrir hver þessi áhersluatriði bænda eru. Það eru aðeins byrjunarupplýsingarnar, Sindri. Áður en lengra er haldið vil ég hins vegar víkja að tveim atriðum, sem tengjast skjalinu í heild og ágætt er að ræða áður en horfið er til smærri atriða. Hafa BÍ haft þörf á að koma sínum málum að strax í byrjun vinnu hópsins finnst mér eðlilegt að það hefði verið gert með kynningu á helstu stefnuatriðum félags þeirra BÍ. Í mínum huga hljóta samningaumræður ætíð að eiga að byggjast á slíkum grunni. Öllum er vonandi ljóst að hlutverk hópsins hlýtur að vera að koma á sameiginlegri sýn bænda og annarra þegna þjóðarinnar á gildi, hlutverk og stöðu landbúnaðar á Íslandi á komandi árum. Þess vegna eðlilegt að leggja stefnumið mismunandi aðila á borðið í byrjum. Það eru þau sem á að sætta og sameina. Nú verður að vísu að vorkenna Sindra vegna þess að undir hans stjórn hefur BÍ tapað sinni heildarstefnu í landbúnaðarmálum og erfitt að lýsa því sem er ekki til. Hitt atriðið er endalaus upptalning á skýrslum um eitt og annað sem er látið fylla síðurnar. Athygli vekur að talsvert að þessu eru gögn sem að öllu eðlilegu ættu að vera til hjá framkvæmdanefnd búvörusamninga, þar sem Sindri situr samkvæmt mínu minni, en samt hefði miklu meira hefði átt að koma fram að hálfu fulltrúa bænda við síðustu búvörusamninga. Þarna kemur þú Sindri með sannanirnar beint á borðið fyrir því sem ég hef ásakað ykkur um í sambandi við búvörusamningana að þið hefðu ekki unnið einn eða neinn undirbúning þeirra vegna. Hér er nefnilega komið að alvarlegasta veikleika hjá BÍ frá því að Ari og Sigurgeir hurfu þaðan frá störfum. Það er stefna samtakamma með að losa sig við, nánast hrinda frá sér, allri tölulegri upplýsingaöflun gagnvart landbúnaðinum. Þetta var því meiður veikleiki Haraldar Benidiktssonar, meðan hann var formaður BÍ, þrátt fyrir annars að ýmsu leyti skýra stefnumörkun hans. Undarlegt að vísu að hann gerði sér ekki grein fyrir að undirliggjandi kraftur þessa máls var aðlögun að EBE sem hann límdi sig þarna við, þrátt fyrir að öðru leyti skýra andstöðu gegn þeim öflum. Sindri stóð í þessu máli, þ.e. að senda upplýsingaöflun úr húsi sem klettur að baki fyrrverandi formanni ef ekki færðist hann allur í aukana í þeim efnum eftir að hann tók við forystu. Þetta hefur að vissu leyti gelt BÍ í öllum sínum málflutningi. Að fara að ræða almennt margt að því sem nefnt er í upplýsingaöflunarupptalningu er hreinn sparðatíningur en margt af því auk þess svo vitlaust að furðu sætir þar sem einhverjir fleiri en Sindri hljóta að hafa lesið plaggið. Nokkur atriði kalla samt fram brýnar spurningar. Í byrjun atriði sem vakti smá furðu hjá mér og ég þarf smá útskýringu á. Þú vísar í tilvísanaskrá til pappíra með exel-skjölum, sem hvaða unglingur sem er með aðgang að gögnum hefði getað gert, sem Byggðastofnun gaf út á síðasta ári. Þar má lesa út eitt og annað úr töflum um dreifingu nautgripa og sauðfjár hér á landi. Hins vegar dregur sá sem enga hefur þekkingu né tilfinningu fyrir þessum búskap held ég ákaflega fátt bitastætt út úr þessum töflum. Sá sem aðeins getur lesið tölurnar en hefur engan skilning er yfirleitt samkvæmt minni reynslu jafnnær. Nú kallar þú eftir sömu upplýsingum. Spyr þig, Sindri, var það vegna þess að þú skildir ekki eldra plaggið eða var eitthvað þess valdandi að þú vantreystir upplýsingunum að baki? Nú spyr ég Sindri hvernig afla á upplýsinga um þau atriði þar sem fjallað er um nýtingu samningsfjármuna. Að mínu viti er þetta upplýsingasöfnun og úrvinnsla sem hlýtur að taka fjölda ára. Hvaða töfralausn hefur þú fyrir þá vinnu, Sindri? Í sambandi við nautgriparæktina er atkvæðagreiðsla um áframhald mjólkurkvóta skyndilega orðið atriði, á nefndin ekki að ljúka störfum áður en sú atkvæðagreiðsla fer fram? Í nautgriparæktinni blasir hins vegar við tröllaukin stefnumörkunarvinna, sem hlýtur mikið að koma inn á störf nefndarinnar. Eitt mál til skemmri tíma er hvort mjólkurframleiðslan eigi að ráða yfir stjórntækjum yfir framleiðslunni. Stærsta málið er að mínu viti hvernig bregðast á við innleiðingu fjórðu tæknibyltingarinnar í þessa grein, sem gætu orðið meiri breytingaáhrif en í nokkurri annarri grein landbúnaðar. Gangi þar fram óbeisluð þróun breytist mjólkurframleiðslan víða í heiminum í óbeislaða iðnaðarframleiðslu eins og gerst hefur í svína- og fuglarækt. Þá verður mjólkurframleiðslan ekki í höndum sjálfstæðra bænda, heldur iðnfyrirtækja. Bendi á grein um tæknivæddan nákvæmnisbúskap sem ég fyrr í vetur birti á vefnum Naut.is. (sem kaupauki er umfjöllun um viðbrögð Bændablaðsins við þessari umræðu. Staða þess í sambandi við að plægja akur umræðu um stefnumörkun í landbúnaði er mál sem verðugt væri að huga betur að.) Sauðfjárrækt hlýtur einnig í nefndinni að hljóta mikla umfjöllun. Skemmdaverk Sindra og samverkamanna í búvörusamningunum eru þar aðeins aukaatriði. Flestum er að verða ljóst að umræða um sauðfjárrækt og byggð í landinu varða ekki rofin að. Úrræðin eru hins vegar fá, ljóst samt að helstefna síðasta samnings er ekki spor í rétta átt. Í þessum efnum er ætíð eftir ákaflega viðkvæm umræða innan hóps sauðfjárbænda um það hvort fram eigi að fara með einhverjum hætti stýrð þróun á umfangi greinarinnar eða ekki. Ekki vil ég telja mig talsmann hrossaræktar þó að áður hafi ég nefnt þá búgrein í þessu sambandi. Þetta er sú búgrein sem hefur komist af með minnstan stuðning en um leið líklega sú sem búið hefur til mestan vöxt. Til viðbótar þá er þetta án efa sú grein sem stendur í sérflokki með að skapa tengsl þéttbýlis og dreifbýlis sem nefndin hlýtur að ræða. Sindri er það ekki vel gert hjá þér að nefna þessa grein ekki á nafn? Kanntu að skammast þín? Þá kemur kafli um greiningu á sérstöðu sem ég mun ekki fjölyrða um. Spyr aðeins Sindri hvar heldur þú að gengið verði að sumum þessara upplýsinga sem verið er að kalla eftir? Munið síðan að til er urmull af skýrslum sem staðfesta það að Íslendingar eru einhverjir mestu umhverfissóðar í heimi. Finns eins og sumt í umhverfiskaflanum sé skrifað með því hugarfari að geta þar fundið eitthvað til að bæta um ósköpin þar enn betur. Um 4.5. kafla væri fróðlegt að vita hvort þú hafir látið gera nokkurt kostnaðarmat í sambandi við sumt af því rugli sem þar er rætt. Það er vel gert hjá þér Sindri minn að hafa afkomuþróun bænda einna aftast í þessu plaggi. Þú ættir nú við hentugleika að birta afrekssögu þína á því sviði. Annars varstu víst búinn að lýsa því yfir í 10 punkta plagginu á síðasta ári að eiginlega væri BÍ alveg hætt að sinna kjaramálum bænda. Þarna hefur þér loksins líklega ratast satt orð í munn. Hefur þú engar áhyggjur af því, Sindri, að samtök sem á pappírnum kynna sig sem kjarasamtök skuli kalla til annarra um tölur um afkomu sína? Segir það mögulega það sem segja þarf?Eins og ég hef áður nefnt þjónar engum tilgangi að elta ólar við ruglið í þessum listum. Eins og á hefur verið bent eru margt af þessu upplýsingar sem hann hefði átt að hafa undir höndum við gerð búvörusamninga á síðasta ári en hann upplýsir samt sem betur fer nú að hann hafi steingleymt að kynna sér þá. Annað er þess eðlis að kostnaður væri óheyrilegur við gagnaöflun og að lokum atriði sem þú hefðir átt að gera þér ljóst við samningu skjalsins að hvergi er að finna, auk þess sem ýmislegt af þessum upplýsingum virðast ekki koma verkefnum hópsins að nokkru við. Þess vegna Sindri spyr ég að lokum.Skammaðistu þín ekkert í ljósi atriðanna sem hér eru talin að láta þetta plagg frá þér fara?(Þessum skrifum var hafnað birtingar í Bændablaðinu af ritskoðunarjöxlum blaðsins. Stefnumótun í landbúnaði löngum komin út fyrir þeirra svið.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessar hugsanir eru settra á blað er starfshópur sem settur var á laggirnar í framhaldi af samþykkt búvörusamninga á síðasta ári byrjaður störf. Á vef BÍ er birt plagg sem þar var lagt fram á fyrsta fundi sem áherslur bænda og allrökrétt að álykta að í þessum hópi geti enginn annar en formaður BÍ leyft sér að birta slíkt. Þess vegna held ég að veruleg ástæðu sé til þess að þetta sé skoðað nánar og rætt. Spurningum er því eðlilega beint til Sindra Sigurgeirssonar formanns BÍ. Fyrsta tilfinningin, sem maður fær við lestur plaggsins, er að þar er ekki að finna neitt sem hægt er að lesa sem áherslur bænda. Eilíf og endalaus töflusöfnun getur ekki verið áherslumál eins eða neins. Þess vegna væri kærkomið að Sindri gerði nú lesendum grein fyrir hver þessi áhersluatriði bænda eru. Það eru aðeins byrjunarupplýsingarnar, Sindri. Áður en lengra er haldið vil ég hins vegar víkja að tveim atriðum, sem tengjast skjalinu í heild og ágætt er að ræða áður en horfið er til smærri atriða. Hafa BÍ haft þörf á að koma sínum málum að strax í byrjun vinnu hópsins finnst mér eðlilegt að það hefði verið gert með kynningu á helstu stefnuatriðum félags þeirra BÍ. Í mínum huga hljóta samningaumræður ætíð að eiga að byggjast á slíkum grunni. Öllum er vonandi ljóst að hlutverk hópsins hlýtur að vera að koma á sameiginlegri sýn bænda og annarra þegna þjóðarinnar á gildi, hlutverk og stöðu landbúnaðar á Íslandi á komandi árum. Þess vegna eðlilegt að leggja stefnumið mismunandi aðila á borðið í byrjum. Það eru þau sem á að sætta og sameina. Nú verður að vísu að vorkenna Sindra vegna þess að undir hans stjórn hefur BÍ tapað sinni heildarstefnu í landbúnaðarmálum og erfitt að lýsa því sem er ekki til. Hitt atriðið er endalaus upptalning á skýrslum um eitt og annað sem er látið fylla síðurnar. Athygli vekur að talsvert að þessu eru gögn sem að öllu eðlilegu ættu að vera til hjá framkvæmdanefnd búvörusamninga, þar sem Sindri situr samkvæmt mínu minni, en samt hefði miklu meira hefði átt að koma fram að hálfu fulltrúa bænda við síðustu búvörusamninga. Þarna kemur þú Sindri með sannanirnar beint á borðið fyrir því sem ég hef ásakað ykkur um í sambandi við búvörusamningana að þið hefðu ekki unnið einn eða neinn undirbúning þeirra vegna. Hér er nefnilega komið að alvarlegasta veikleika hjá BÍ frá því að Ari og Sigurgeir hurfu þaðan frá störfum. Það er stefna samtakamma með að losa sig við, nánast hrinda frá sér, allri tölulegri upplýsingaöflun gagnvart landbúnaðinum. Þetta var því meiður veikleiki Haraldar Benidiktssonar, meðan hann var formaður BÍ, þrátt fyrir annars að ýmsu leyti skýra stefnumörkun hans. Undarlegt að vísu að hann gerði sér ekki grein fyrir að undirliggjandi kraftur þessa máls var aðlögun að EBE sem hann límdi sig þarna við, þrátt fyrir að öðru leyti skýra andstöðu gegn þeim öflum. Sindri stóð í þessu máli, þ.e. að senda upplýsingaöflun úr húsi sem klettur að baki fyrrverandi formanni ef ekki færðist hann allur í aukana í þeim efnum eftir að hann tók við forystu. Þetta hefur að vissu leyti gelt BÍ í öllum sínum málflutningi. Að fara að ræða almennt margt að því sem nefnt er í upplýsingaöflunarupptalningu er hreinn sparðatíningur en margt af því auk þess svo vitlaust að furðu sætir þar sem einhverjir fleiri en Sindri hljóta að hafa lesið plaggið. Nokkur atriði kalla samt fram brýnar spurningar. Í byrjun atriði sem vakti smá furðu hjá mér og ég þarf smá útskýringu á. Þú vísar í tilvísanaskrá til pappíra með exel-skjölum, sem hvaða unglingur sem er með aðgang að gögnum hefði getað gert, sem Byggðastofnun gaf út á síðasta ári. Þar má lesa út eitt og annað úr töflum um dreifingu nautgripa og sauðfjár hér á landi. Hins vegar dregur sá sem enga hefur þekkingu né tilfinningu fyrir þessum búskap held ég ákaflega fátt bitastætt út úr þessum töflum. Sá sem aðeins getur lesið tölurnar en hefur engan skilning er yfirleitt samkvæmt minni reynslu jafnnær. Nú kallar þú eftir sömu upplýsingum. Spyr þig, Sindri, var það vegna þess að þú skildir ekki eldra plaggið eða var eitthvað þess valdandi að þú vantreystir upplýsingunum að baki? Nú spyr ég Sindri hvernig afla á upplýsinga um þau atriði þar sem fjallað er um nýtingu samningsfjármuna. Að mínu viti er þetta upplýsingasöfnun og úrvinnsla sem hlýtur að taka fjölda ára. Hvaða töfralausn hefur þú fyrir þá vinnu, Sindri? Í sambandi við nautgriparæktina er atkvæðagreiðsla um áframhald mjólkurkvóta skyndilega orðið atriði, á nefndin ekki að ljúka störfum áður en sú atkvæðagreiðsla fer fram? Í nautgriparæktinni blasir hins vegar við tröllaukin stefnumörkunarvinna, sem hlýtur mikið að koma inn á störf nefndarinnar. Eitt mál til skemmri tíma er hvort mjólkurframleiðslan eigi að ráða yfir stjórntækjum yfir framleiðslunni. Stærsta málið er að mínu viti hvernig bregðast á við innleiðingu fjórðu tæknibyltingarinnar í þessa grein, sem gætu orðið meiri breytingaáhrif en í nokkurri annarri grein landbúnaðar. Gangi þar fram óbeisluð þróun breytist mjólkurframleiðslan víða í heiminum í óbeislaða iðnaðarframleiðslu eins og gerst hefur í svína- og fuglarækt. Þá verður mjólkurframleiðslan ekki í höndum sjálfstæðra bænda, heldur iðnfyrirtækja. Bendi á grein um tæknivæddan nákvæmnisbúskap sem ég fyrr í vetur birti á vefnum Naut.is. (sem kaupauki er umfjöllun um viðbrögð Bændablaðsins við þessari umræðu. Staða þess í sambandi við að plægja akur umræðu um stefnumörkun í landbúnaði er mál sem verðugt væri að huga betur að.) Sauðfjárrækt hlýtur einnig í nefndinni að hljóta mikla umfjöllun. Skemmdaverk Sindra og samverkamanna í búvörusamningunum eru þar aðeins aukaatriði. Flestum er að verða ljóst að umræða um sauðfjárrækt og byggð í landinu varða ekki rofin að. Úrræðin eru hins vegar fá, ljóst samt að helstefna síðasta samnings er ekki spor í rétta átt. Í þessum efnum er ætíð eftir ákaflega viðkvæm umræða innan hóps sauðfjárbænda um það hvort fram eigi að fara með einhverjum hætti stýrð þróun á umfangi greinarinnar eða ekki. Ekki vil ég telja mig talsmann hrossaræktar þó að áður hafi ég nefnt þá búgrein í þessu sambandi. Þetta er sú búgrein sem hefur komist af með minnstan stuðning en um leið líklega sú sem búið hefur til mestan vöxt. Til viðbótar þá er þetta án efa sú grein sem stendur í sérflokki með að skapa tengsl þéttbýlis og dreifbýlis sem nefndin hlýtur að ræða. Sindri er það ekki vel gert hjá þér að nefna þessa grein ekki á nafn? Kanntu að skammast þín? Þá kemur kafli um greiningu á sérstöðu sem ég mun ekki fjölyrða um. Spyr aðeins Sindri hvar heldur þú að gengið verði að sumum þessara upplýsinga sem verið er að kalla eftir? Munið síðan að til er urmull af skýrslum sem staðfesta það að Íslendingar eru einhverjir mestu umhverfissóðar í heimi. Finns eins og sumt í umhverfiskaflanum sé skrifað með því hugarfari að geta þar fundið eitthvað til að bæta um ósköpin þar enn betur. Um 4.5. kafla væri fróðlegt að vita hvort þú hafir látið gera nokkurt kostnaðarmat í sambandi við sumt af því rugli sem þar er rætt. Það er vel gert hjá þér Sindri minn að hafa afkomuþróun bænda einna aftast í þessu plaggi. Þú ættir nú við hentugleika að birta afrekssögu þína á því sviði. Annars varstu víst búinn að lýsa því yfir í 10 punkta plagginu á síðasta ári að eiginlega væri BÍ alveg hætt að sinna kjaramálum bænda. Þarna hefur þér loksins líklega ratast satt orð í munn. Hefur þú engar áhyggjur af því, Sindri, að samtök sem á pappírnum kynna sig sem kjarasamtök skuli kalla til annarra um tölur um afkomu sína? Segir það mögulega það sem segja þarf?Eins og ég hef áður nefnt þjónar engum tilgangi að elta ólar við ruglið í þessum listum. Eins og á hefur verið bent eru margt af þessu upplýsingar sem hann hefði átt að hafa undir höndum við gerð búvörusamninga á síðasta ári en hann upplýsir samt sem betur fer nú að hann hafi steingleymt að kynna sér þá. Annað er þess eðlis að kostnaður væri óheyrilegur við gagnaöflun og að lokum atriði sem þú hefðir átt að gera þér ljóst við samningu skjalsins að hvergi er að finna, auk þess sem ýmislegt af þessum upplýsingum virðast ekki koma verkefnum hópsins að nokkru við. Þess vegna Sindri spyr ég að lokum.Skammaðistu þín ekkert í ljósi atriðanna sem hér eru talin að láta þetta plagg frá þér fara?(Þessum skrifum var hafnað birtingar í Bændablaðinu af ritskoðunarjöxlum blaðsins. Stefnumótun í landbúnaði löngum komin út fyrir þeirra svið.)
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun